Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:00 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“ Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“
Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00