Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. júlí 2018 18:45 Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif. Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif.
Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26
Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00