Missti af leiknum en upplifði stórkostlegan sólarhring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 15:30 Fabian Delph. Vísir/Getty Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi. Enska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum með 4-3 sigri á Kólumbíu í vítakeppni. Einn leikmanna liðsins var í þúsund kílómetra fjarlægð frá liðsfélögum sínum og þurfti að fylgjast með í sjónvarpinu eins og stór hluti bresku þjóðarinnar. Miðjumaðurinn Fabian Delph var nefnilega staddur heima í Englandi þar sem kona hans var að fæða þeirra þriðja barn.The "most amazing 24 hours." Just hours after watching his team-mate's #WorldCup victory, Fabian Delph welcomed his third daughter into the world!https://t.co/BXTxxe8GyVpic.twitter.com/eCw5aGFfjy — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2018 Natalie, kona Fabian Delph, eignaðist síðan dóttur klukkan 7:52 í morgun að breskum tíma, og Delph flaug síðan aftur til Rússlands í dag þar sem hann hittir liðsfélaga sína á ný. Næst á dagskránni er leikur á móti Svíum í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Natalie og Fabian Delph voru þarna að eignast sína þriðju stelpu. Fabian Delph spilaði allar 90 mínúturnar á móti Belgíu í lokaleik riðlakeppninnar en fékk svo að fara heim til Englands eftir leikinn til að verða vitni af fæðingu barnsins. Delph fór til Englands á föstudaginn og var hjá konu sinni í fjóra daga. Fabian Delph lék vita af sér á Instagram þar sem hann talaði um „stórkostlegasta sólarhringinn sinn“ á ævinni en hann horfði á liðsfélaga sína vinna Kólumbíu í gærkvöldi. „Ég get ekki komið orðum að því hversu ánægður og þakklátur ég er,“ skrifaði Fabian Delph í Instagram færslu sína sem má sjá hér fyrir neðan. I've just experienced the most amazing 24 hours. Watching my brothers come through a tough game both mentally and physically, I kicked every ball and felt every bit of emotion with the players, staff and fans. At 07:52 Me my wife and 2 beautiful daughters welcomed there baby sister into the world. I can't put into words the happiness and gratitude I'm feeling... Back to Russia now #TunnelVision A post shared by Fabian Delph (@fabian_delph) on Jul 4, 2018 at 6:56am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi. Enska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum með 4-3 sigri á Kólumbíu í vítakeppni. Einn leikmanna liðsins var í þúsund kílómetra fjarlægð frá liðsfélögum sínum og þurfti að fylgjast með í sjónvarpinu eins og stór hluti bresku þjóðarinnar. Miðjumaðurinn Fabian Delph var nefnilega staddur heima í Englandi þar sem kona hans var að fæða þeirra þriðja barn.The "most amazing 24 hours." Just hours after watching his team-mate's #WorldCup victory, Fabian Delph welcomed his third daughter into the world!https://t.co/BXTxxe8GyVpic.twitter.com/eCw5aGFfjy — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2018 Natalie, kona Fabian Delph, eignaðist síðan dóttur klukkan 7:52 í morgun að breskum tíma, og Delph flaug síðan aftur til Rússlands í dag þar sem hann hittir liðsfélaga sína á ný. Næst á dagskránni er leikur á móti Svíum í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Natalie og Fabian Delph voru þarna að eignast sína þriðju stelpu. Fabian Delph spilaði allar 90 mínúturnar á móti Belgíu í lokaleik riðlakeppninnar en fékk svo að fara heim til Englands eftir leikinn til að verða vitni af fæðingu barnsins. Delph fór til Englands á föstudaginn og var hjá konu sinni í fjóra daga. Fabian Delph lék vita af sér á Instagram þar sem hann talaði um „stórkostlegasta sólarhringinn sinn“ á ævinni en hann horfði á liðsfélaga sína vinna Kólumbíu í gærkvöldi. „Ég get ekki komið orðum að því hversu ánægður og þakklátur ég er,“ skrifaði Fabian Delph í Instagram færslu sína sem má sjá hér fyrir neðan. I've just experienced the most amazing 24 hours. Watching my brothers come through a tough game both mentally and physically, I kicked every ball and felt every bit of emotion with the players, staff and fans. At 07:52 Me my wife and 2 beautiful daughters welcomed there baby sister into the world. I can't put into words the happiness and gratitude I'm feeling... Back to Russia now #TunnelVision A post shared by Fabian Delph (@fabian_delph) on Jul 4, 2018 at 6:56am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira