Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2018 14:54 Svæðið liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs en af öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar til norðurs og austurs. Mynd/Reykjavíkurborg Gert er ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði í tillögu að rammaskipulagi sem borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku. Þá er gert ráð fyrir nýjum skóla í hverfinu, verslun og þjónustu. Einnig er hugsað fyrir tengingu hverfisins við „áframhaldandi uppbyggingu í Vatnsmýri þegar flugvöllurinn víkur þaðan.“ Þetta kemur fram í frétt á vef borgarinnar. Landsvæðið sem um ræðir er við enda þeirrar flugbrautar sem hefur verið lokað. „Svæðið liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs en af öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar til norðurs og austurs. Við suðurenda byggðarinnar er síðan strandlengja Skerjafjarðar. Rammaskipulaginu er ætlað að vera leiðarljós varðandi uppbyggingu þessa nýja hverfis á þróunarreit (Þ5) sem er skilgreindur í Aðalaskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í framhaldi af samþykkt skipulagsins verður hafist handa við deiliskipulag á einstökum reitum svæðisins en í kjölfar þess hefst uppbygging. Rammaskipulagið gerir ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum og ríkulegum, grænum almenningsrýmum sem hönnuð verða út frá sólaráttum og skjóli. Hugað verður að félagslegri blöndun á svæðinu og hafa stúdentar og Bjarg, byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar þegar fengið vilyrði fyrir lóðum í hinni nýju byggð.Við suðurenda byggðarinnar er strandlengja Skerjafjarðar.Mynd/ReykjavíkurborgVanda á hönnun og gerð götugagna, lýsingar, gróðurs og yfirborðsefna. Gert er ráð fyrir leiksvæðum og dvalarsvæðum í inngörðum en þéttleiki byggðar verður nokkuð mikill á svæðinu og er því talið mikilvægt að almenningsrýmin séu vel hönnuð og góð. Fjölmörg torg og áningarsvæði verða á svæðinu. Gert er ráð fyrir að flugsögunnar verði minnst á svæðinu m.a. með svokölluðu „flugtorgi“. Góð aðstaða verður fyrir ýmis konar sportbáta og seglskútur á svæðinu og er tiltekið að byggja eigi upp góða aðstöðu fyrir siglingaíþróttina á austurhluta strandarinnar. Öll strandlengjan þarna er sólrík og hentar því vel til dvalar, útivistar, sjóbaða og siglinga. Notast verður við blágrænar ofanvatnslausnir í byggingum á svæðinu og skulu 60% allra þaka verða græn en það hægir á rennsli ofanvatns. Skipulagður er grænn miðás sem liggur í átt að miðlægu torgi þar sem gert er ráð fyrir biðstöð almenningssamgangna. Í þessu græna belti verður net leikvalla og áfangastaða. Hugsað er fyrir tengingu hverfisins við áframhaldandi uppbyggingu í Vatnsmýri þegar flugvöllurinn víkur þaðan. Þá er gert ráð fyrir tengingu almenningssamgangna við Kársnes í Kópavogi með byggingu brúar yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur,“ segir í fréttinni en nánar má lesa um málið á vef Reykjavíkurborgar. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Gert er ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði í tillögu að rammaskipulagi sem borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku. Þá er gert ráð fyrir nýjum skóla í hverfinu, verslun og þjónustu. Einnig er hugsað fyrir tengingu hverfisins við „áframhaldandi uppbyggingu í Vatnsmýri þegar flugvöllurinn víkur þaðan.“ Þetta kemur fram í frétt á vef borgarinnar. Landsvæðið sem um ræðir er við enda þeirrar flugbrautar sem hefur verið lokað. „Svæðið liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs en af öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar til norðurs og austurs. Við suðurenda byggðarinnar er síðan strandlengja Skerjafjarðar. Rammaskipulaginu er ætlað að vera leiðarljós varðandi uppbyggingu þessa nýja hverfis á þróunarreit (Þ5) sem er skilgreindur í Aðalaskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í framhaldi af samþykkt skipulagsins verður hafist handa við deiliskipulag á einstökum reitum svæðisins en í kjölfar þess hefst uppbygging. Rammaskipulagið gerir ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum og ríkulegum, grænum almenningsrýmum sem hönnuð verða út frá sólaráttum og skjóli. Hugað verður að félagslegri blöndun á svæðinu og hafa stúdentar og Bjarg, byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar þegar fengið vilyrði fyrir lóðum í hinni nýju byggð.Við suðurenda byggðarinnar er strandlengja Skerjafjarðar.Mynd/ReykjavíkurborgVanda á hönnun og gerð götugagna, lýsingar, gróðurs og yfirborðsefna. Gert er ráð fyrir leiksvæðum og dvalarsvæðum í inngörðum en þéttleiki byggðar verður nokkuð mikill á svæðinu og er því talið mikilvægt að almenningsrýmin séu vel hönnuð og góð. Fjölmörg torg og áningarsvæði verða á svæðinu. Gert er ráð fyrir að flugsögunnar verði minnst á svæðinu m.a. með svokölluðu „flugtorgi“. Góð aðstaða verður fyrir ýmis konar sportbáta og seglskútur á svæðinu og er tiltekið að byggja eigi upp góða aðstöðu fyrir siglingaíþróttina á austurhluta strandarinnar. Öll strandlengjan þarna er sólrík og hentar því vel til dvalar, útivistar, sjóbaða og siglinga. Notast verður við blágrænar ofanvatnslausnir í byggingum á svæðinu og skulu 60% allra þaka verða græn en það hægir á rennsli ofanvatns. Skipulagður er grænn miðás sem liggur í átt að miðlægu torgi þar sem gert er ráð fyrir biðstöð almenningssamgangna. Í þessu græna belti verður net leikvalla og áfangastaða. Hugsað er fyrir tengingu hverfisins við áframhaldandi uppbyggingu í Vatnsmýri þegar flugvöllurinn víkur þaðan. Þá er gert ráð fyrir tengingu almenningssamgangna við Kársnes í Kópavogi með byggingu brúar yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur,“ segir í fréttinni en nánar má lesa um málið á vef Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent