Alþingi áformar að birta launaupplýsingar fyrrverandi þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2018 12:48 Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar. Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar.
Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24