Vita ekkert um ferðir manns sem féll af þaki Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Lögreglan er engu nær um ferðir mannsins og rannsakar dauðsfallið sem slys. Fréttablaðið/GVA Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02