Vinnur að því að eignast Jamie's Italian að fullu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Tap á veitingastaðnum Jamie's Italian við Pósthússtræti var 86 milljónir króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 85 milljónir króna. frÉttablaðið/Anton Brink Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie’s Italian á Hótel Borg að fullu. Hann staðfestir það í samtali við Markaðinn. Viðræður standa yfir við eigendur félaga sem fara fyrir 60 prósenta hlut í staðnum, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Um er að ræða Birgi Þór Bieltvedt, Sigurgísla Bjarnason og Stefán Örn Melsted. Þeir eiga saman veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll. Jón Haukur segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu „í farvegi“ og þeim sé ekki lokið. Veitingastaðirnir Kaffi París og Jamie’s Italian hafi verið opnaðir um svipað leyti og það fari mikill tími í að sinna rekstri hvors staðar fyrir sig. „Við höfum því velt fyrir okkur hvort það ætti ekki að aðskilja rekstur veitingastaðanna,“ segir Jón Haukur. Jamie’s Italian var opnaður í júlí í fyrra. Hann tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var neikvætt um 85 milljónir króna við áramót, samkvæmt ársreikningi Borgarhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna í fyrra. Launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Tengdar fréttir Vonast til að opna fleiri Jamie's staði á Íslandi 12. október 2017 18:26 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie’s Italian á Hótel Borg að fullu. Hann staðfestir það í samtali við Markaðinn. Viðræður standa yfir við eigendur félaga sem fara fyrir 60 prósenta hlut í staðnum, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Um er að ræða Birgi Þór Bieltvedt, Sigurgísla Bjarnason og Stefán Örn Melsted. Þeir eiga saman veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll. Jón Haukur segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu „í farvegi“ og þeim sé ekki lokið. Veitingastaðirnir Kaffi París og Jamie’s Italian hafi verið opnaðir um svipað leyti og það fari mikill tími í að sinna rekstri hvors staðar fyrir sig. „Við höfum því velt fyrir okkur hvort það ætti ekki að aðskilja rekstur veitingastaðanna,“ segir Jón Haukur. Jamie’s Italian var opnaður í júlí í fyrra. Hann tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var neikvætt um 85 milljónir króna við áramót, samkvæmt ársreikningi Borgarhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna í fyrra. Launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Tengdar fréttir Vonast til að opna fleiri Jamie's staði á Íslandi 12. október 2017 18:26 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10
Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00