Eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að fótboltastrákarnir væru á lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 20:31 Myndin sýnir þegar björgunarlið fór inn í hellinn þar sem drengirnir og þjálfari þeirra fundust. vísir/ap Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. Tait er ein af fjölmörgum í alþjóðlegu leitarteymi sem leitað hafði að drengjunum áður en þeir fundust í gær en þeir höfðu þá verið í hellinum í níu daga. Þar eru þeir enn við erfiðar aðstæður og alls óvíst hvenær þeim verður bjargað úr hellinum en alls eru drengirnir tólf á aldrinum ellefu til sextán ára og eru þeir í hellinum með þjálfara sínum. Rætt er við Tait á vef Gurdian en hún ásamt öðrum leitarliðinu, sem nú er orðið björgunarlið, er með bækistöð við rætur fjallsins Nang Non. Hún lýsir andrúmsloftinu í bækistöðvum hópsins, sem eru í raun nokkurs konar björgunarbúðir, sem góðu en auk hermanna eru þar kafarar, heilbrigðisstarfsmenn, björgunarsveitarmenn og aðrir sjálfboðaliðar.Hellirinn er í norðurhluta Taílands og voru drengirnir í skoðunarferð um hann með þjálfara sínum þegar þeir lokuðust þar inni vegna úrhellisrigningar.vísir/graphic news„Við höfum öll verið hér sem ein fjölskylda, við höfum unnið saman, og ég hef aldrei fundið á neinum að hann sé að missa móðinn. Í raun fann ég fyrir mikilli von,“ segir Tait en hún ásamt öðrum í leitar-og björgunarliðinu var send á staðinn í síðustu viku að beiðni taílensku ríkisstjórnarinnar. „Þetta var eins og eitthvað úr bíómynd þegar við fengum góðu fréttirnar. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um þetta augnablik og að svona mikil vinna hafi skilað einhverju jákvæðu því það gerist ekki alltaf,“ segir Tait. En þrátt fyrir jákvæðni og von er óvissan líka til staðar því enn er óljóst hvað gerist næst; hvenær drengjunum verður bjargað og hvernig. Taíland Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. Tait er ein af fjölmörgum í alþjóðlegu leitarteymi sem leitað hafði að drengjunum áður en þeir fundust í gær en þeir höfðu þá verið í hellinum í níu daga. Þar eru þeir enn við erfiðar aðstæður og alls óvíst hvenær þeim verður bjargað úr hellinum en alls eru drengirnir tólf á aldrinum ellefu til sextán ára og eru þeir í hellinum með þjálfara sínum. Rætt er við Tait á vef Gurdian en hún ásamt öðrum leitarliðinu, sem nú er orðið björgunarlið, er með bækistöð við rætur fjallsins Nang Non. Hún lýsir andrúmsloftinu í bækistöðvum hópsins, sem eru í raun nokkurs konar björgunarbúðir, sem góðu en auk hermanna eru þar kafarar, heilbrigðisstarfsmenn, björgunarsveitarmenn og aðrir sjálfboðaliðar.Hellirinn er í norðurhluta Taílands og voru drengirnir í skoðunarferð um hann með þjálfara sínum þegar þeir lokuðust þar inni vegna úrhellisrigningar.vísir/graphic news„Við höfum öll verið hér sem ein fjölskylda, við höfum unnið saman, og ég hef aldrei fundið á neinum að hann sé að missa móðinn. Í raun fann ég fyrir mikilli von,“ segir Tait en hún ásamt öðrum í leitar-og björgunarliðinu var send á staðinn í síðustu viku að beiðni taílensku ríkisstjórnarinnar. „Þetta var eins og eitthvað úr bíómynd þegar við fengum góðu fréttirnar. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um þetta augnablik og að svona mikil vinna hafi skilað einhverju jákvæðu því það gerist ekki alltaf,“ segir Tait. En þrátt fyrir jákvæðni og von er óvissan líka til staðar því enn er óljóst hvað gerist næst; hvenær drengjunum verður bjargað og hvernig.
Taíland Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23
Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35