Safna fé til að flytja lík nepalskrar konu til fjölskyldu sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 12:37 Nichole Leigh Mosty Vísir/Eyþór Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leitar að fjárhagslegri aðstoð við að koma líki konu frá Nepal til heimalandsins. Konan svipti sig lífi á dögunum og vekur Nichole athygli á því hve einangraðar konur af erlendum uppruna upplifi sig oft á tíðum hér á landi. Konur af erlendum uppruna stigu fram í krafti fjöldans í #metoo byltingunni í janúar. Tæplega hundrað konur undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kom að frásagnir þeirra væru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Nichole vill ekki fara of djúpt í hagi konunnar sem svipti sig lífi. Hún hafi þó verið í sambandi, verið í vinnu og hluti af samfélagi. „Samt dó hún ein,“ segir Nichole. Henni finnist mjög erfitt að hugsa til þess að konan hafi svipt sig lífi frekar en að leita til fólks í hennar nærsamfélagi og þeim kerfum sem séu til staðar til að vernda og styðja við konuna. Nichole aðstoðar Félag Nepala á Íslandi við að fjármagna flutning á líki konunnar til fjölskyldu hennar í Nepal. Nepali Association of Iceland Reik.0133-15-380330 kt - 511012-0820 Í skýringu sé best að skrifa Funeral MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leitar að fjárhagslegri aðstoð við að koma líki konu frá Nepal til heimalandsins. Konan svipti sig lífi á dögunum og vekur Nichole athygli á því hve einangraðar konur af erlendum uppruna upplifi sig oft á tíðum hér á landi. Konur af erlendum uppruna stigu fram í krafti fjöldans í #metoo byltingunni í janúar. Tæplega hundrað konur undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kom að frásagnir þeirra væru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Nichole vill ekki fara of djúpt í hagi konunnar sem svipti sig lífi. Hún hafi þó verið í sambandi, verið í vinnu og hluti af samfélagi. „Samt dó hún ein,“ segir Nichole. Henni finnist mjög erfitt að hugsa til þess að konan hafi svipt sig lífi frekar en að leita til fólks í hennar nærsamfélagi og þeim kerfum sem séu til staðar til að vernda og styðja við konuna. Nichole aðstoðar Félag Nepala á Íslandi við að fjármagna flutning á líki konunnar til fjölskyldu hennar í Nepal. Nepali Association of Iceland Reik.0133-15-380330 kt - 511012-0820 Í skýringu sé best að skrifa Funeral
MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira