Íslenska ríkið sýknað af milljarða kröfu þýsks banka vegna hrunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 15:30 LBBW er einn stærsti héraðsbanki Þýskalands. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37