Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2018 19:56 Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46