Innlent

Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins

Bergþór Másson skrifar
Skór ljósmæðra á tröppum Stjórnarráðshússins
Skór ljósmæðra á tröppum Stjórnarráðshússins Vísir / Sunna Sæmundsdóttir
Ljósmæður sem hættu störfum hjá Landspítalanum í dag skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hættu að minnsta kosti 19 ljósmæður störfum í dag. Þær birtu myndir af skóm sínum á Facebook í gær til þess að vekja athygli á bágri launastöðu starfstéttarinnar og þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin.

Samþykkt var fyrr í dag að yfirvinnubann ljósmæðra hefst þann 18. júlí. 90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. 

Skór ljósmæðra á Stjórnarráðshúströppunum.Vísir / Böddi

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×