Óli Stefán: Allt liðið var vont í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2018 18:31 Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði lið hans hafa verið vont í dag. Vísir/Andri Marínó „Ég held að það sé alveg klárt að þetta var versta frammistaða okkar í sumar. Við vorum vondir á allan hátt, kraftlitlir og náðum varla að klukka góða Eyjamenn. Þetta var mjög vondur dagur í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn ÍBV í Eyjum í dag. Eyjamenn hafa yfirleitt spilað með þrjá miðverði í sumar en breyttu í dag yfir í 4-4-2 leikkerfið með fínni pressu sem virtist koma Grindvíkingum pínulítið í opna skjöldu. „Við vorum búnir að tala um að það gæti orðið og þá með tvo framherja eins og þeir gera í hinu kerfinu. Það sem þeir gerðu vel að þegar þeir unnu vel þá keyrðu þeir í svæðið fyrir aftan okkur og við vorum búnir að fara vel í það í vikunni að fara ekki með boltann í svæðin þar sem þeir eru þéttir.“ „En við teiknuðum það svo sannarlega upp fyrir þá í dag og hvað eftir annað fengu þeir boltann á stórhættulegum svæðum og kláruðu þrjú mörk upp úr því,“ bætti Óli Stefán við. Rodrigo Gomes Mateo var í leikbanni í dag og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson meiddur. Það var augljóst að Grindvíkingar söknuðu þeirra á miðsvæðinu. „Það særði jafnvægið í liðinu að annar hvor þeirra var ekki með og svo er Brynjar Ásgeir meiddur líka. Við höfum verið að tala um að hópurinn sé breiðari en í fyrra og þeir sem koma inn eiga að taka við keflinu og spila sig inn í liðið. Það er ekkert við þá að sakast í dag því allt liðið var vont í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
„Ég held að það sé alveg klárt að þetta var versta frammistaða okkar í sumar. Við vorum vondir á allan hátt, kraftlitlir og náðum varla að klukka góða Eyjamenn. Þetta var mjög vondur dagur í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn ÍBV í Eyjum í dag. Eyjamenn hafa yfirleitt spilað með þrjá miðverði í sumar en breyttu í dag yfir í 4-4-2 leikkerfið með fínni pressu sem virtist koma Grindvíkingum pínulítið í opna skjöldu. „Við vorum búnir að tala um að það gæti orðið og þá með tvo framherja eins og þeir gera í hinu kerfinu. Það sem þeir gerðu vel að þegar þeir unnu vel þá keyrðu þeir í svæðið fyrir aftan okkur og við vorum búnir að fara vel í það í vikunni að fara ekki með boltann í svæðin þar sem þeir eru þéttir.“ „En við teiknuðum það svo sannarlega upp fyrir þá í dag og hvað eftir annað fengu þeir boltann á stórhættulegum svæðum og kláruðu þrjú mörk upp úr því,“ bætti Óli Stefán við. Rodrigo Gomes Mateo var í leikbanni í dag og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson meiddur. Það var augljóst að Grindvíkingar söknuðu þeirra á miðsvæðinu. „Það særði jafnvægið í liðinu að annar hvor þeirra var ekki með og svo er Brynjar Ásgeir meiddur líka. Við höfum verið að tala um að hópurinn sé breiðari en í fyrra og þeir sem koma inn eiga að taka við keflinu og spila sig inn í liðið. Það er ekkert við þá að sakast í dag því allt liðið var vont í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15