Segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á afbrot hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 11:14 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan: Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
„Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan:
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira