Hamilton gerði nýjan 11 milljarða samning við Mercedes Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 23:30 Lewis Hamilton. vísir/getty Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður áfram í liði Mercedes í Formúlu 1 næstu ár. Hann skrifaði í dag undir 80 milljón punda samning við þýska liðið. Hamilton sigraði í stigakeppni ökuþóra í Formúlunni í fyrra og er því ríkjandi heimsmeistari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í fimm ár, síðan 2013. Nýi samningurinn er til tveggja ára, til 2020, og segja heimildir BBC Sport að Hamilton muni fá 30 milljónir punda á ári, með möguleika á allt að 10 milljónum til viðbóta í bónusgreiðslur, samkvæmt nýja samningnum. Hann gæti því fengið samtals 80 milljónir punda (rúma 11 milljarða króna) fyrir næstu tvö ár. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna. Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár,“ sagði Bretinn Hamilton. Mercedes hefur verið sigursælasta lið Formúlu 1 undanfarin ár og unnið bæði stigakeppni ökuþóra og bílasmiða síðustu fjögur ár. Hamilton á þrjá af þeim heimsmeistaratitlum, Þjóðverjinn Nico Rosberg vann einn. Hamilton er í dag átta stigum á eftir Sebastian Vettel á Ferrari í stigakeppni ökuþóra. Hann getur komist aftur á toppinn um helgina þegar þýski kappaksturinn fer fram. Síðasta æfingin í Þýskalandi, tímatakan og sjálfur kappaksturinn verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður áfram í liði Mercedes í Formúlu 1 næstu ár. Hann skrifaði í dag undir 80 milljón punda samning við þýska liðið. Hamilton sigraði í stigakeppni ökuþóra í Formúlunni í fyrra og er því ríkjandi heimsmeistari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í fimm ár, síðan 2013. Nýi samningurinn er til tveggja ára, til 2020, og segja heimildir BBC Sport að Hamilton muni fá 30 milljónir punda á ári, með möguleika á allt að 10 milljónum til viðbóta í bónusgreiðslur, samkvæmt nýja samningnum. Hann gæti því fengið samtals 80 milljónir punda (rúma 11 milljarða króna) fyrir næstu tvö ár. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna. Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár,“ sagði Bretinn Hamilton. Mercedes hefur verið sigursælasta lið Formúlu 1 undanfarin ár og unnið bæði stigakeppni ökuþóra og bílasmiða síðustu fjögur ár. Hamilton á þrjá af þeim heimsmeistaratitlum, Þjóðverjinn Nico Rosberg vann einn. Hamilton er í dag átta stigum á eftir Sebastian Vettel á Ferrari í stigakeppni ökuþóra. Hann getur komist aftur á toppinn um helgina þegar þýski kappaksturinn fer fram. Síðasta æfingin í Þýskalandi, tímatakan og sjálfur kappaksturinn verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira