Barry kominn á Sogn eftir þrjár vikur á Hólmsheiði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júlí 2018 06:00 Barry Von Tuijl, refsifangi á Kvíabryggju, missti fótlegg í slysi. Stöð 2 Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00
Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19