Fótbolti

Sjáðu peppræðu Pogba: „Ég vil að franska þjóðin muni eftir þessum degi“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pogba messar yfir félögum sínum.
Pogba messar yfir félögum sínum.
Paul Pogba, leikmaður franska landsliðsins í fótbolta, varð heimsmeistari með félögum sínum á sunnudaginn þegar að liðið vann Króatíu í úrslitaleik, 4-2.

Þetta er annar heimsmeistaratitill Frakka í sögunni en það lyfti síðast Jules Rimet-styttunni fyrir 20 árum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleik á heimavelli.

Pogba hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir spilamennsku sína með Manchester United en hann fékk nánast bara lof fyrir það sem hann gerði með franska liðinu á HM í Rússlandi.

Miðjumaðurinn öflugi virðist ekki bara hafa verið lykilmaður innan vallar heldur líka utan vallar eins og sést í myndbroti innan úr klefa franska liðsins.

Þar heldur Pogba mikla ræðu um mikilvægi leiksins og það sem að hann vill sjá frá liðsfélögum sínum í leiknum.

„Við erum einum leik frá sögubókunum. Ég vil að öll franska þjóðin muni eftir þessum degi, börn hennar og barnabörn. Ég vil að við lifum í minningum þeirra að eilífu. Ég vil að við verðum stríðsmenn og ég vil sjá gleðitár. Koma svo!“ segir Pogba í ræðunni sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×