Emmessís flytur inn danskan skyrís Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:30 Emmessís var selt úr Mjólkursamsölunni árið 2007. Nábýlið er þó ennþá mikið. Vísir/GVA Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmessís hóf innflutning á dönskum skyrís, að sögn Gyðu Dan Johannesen, eins eigenda fyrirtækisins. Innflutningurinn hefur verið gagnrýndur og mörgum þótt skjóta skökku við að íslenska ísfyrirtækið, sem framleitt hefur vörur úr íslenskri mjólk í áratugi, sé farið að reiða sig á innfluttar mjólkurvörur. Gyða segir að innflutningurinn á skyrísnum, sem framleiddur er fyrir Emmessís af danska ísframleiðandanum Hansens Flødeis, séu viðbrögð fyrirtækisins við breyttum markaðsaðstæðum. Þeirra á meðal séu breytingar á tollalögum, sem tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. Lækkuðu þá tollar á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum - „þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði,“ eins og Gyða orðar það en hún metur það sem svo að neytendur horfi frekar á verð en uppruna vörunnar. Í tilfelli skyríssins sé uppruninni ekkert launungarmál að sögn Gyðu. Þó umbúðirnar séu á íslensku má sjá á þeim tvö dönsk merki, þ.m.t. merki danska fyrirtækisins. Þar að auki sé dýrt að þróa og dreifa vörum sem þessum á jafn litlum markaði og þeim íslenska. Gyða segir að því hafi verið horft til Norðurlandanna, þar sem fjöldi framleiðenda hafi tekið að þróa skyrís á síðustu misserum. Emmessís hafi því talið hagkvæmara að flytja inn vöru frá stærra markaðssvæði og pakka henni inn í íslenskar umbúðir, fremur en að framleiða hana sjálft frá grunni. Í þessu samhengi nefnir Gyða að Íslendingar séu farnir að kaupa innfluttan klaka í auknum mæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Gyða bætir við að Emmessís muni áfram þróa eigin vörur úr íslenskum afurðum - „ef markaður er til staðar.“ Á endanum séu það alltaf neytendurnir sem ráða. Hér að neðan má sjá líflegar umræður um danska skyrísinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30 Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmessís hóf innflutning á dönskum skyrís, að sögn Gyðu Dan Johannesen, eins eigenda fyrirtækisins. Innflutningurinn hefur verið gagnrýndur og mörgum þótt skjóta skökku við að íslenska ísfyrirtækið, sem framleitt hefur vörur úr íslenskri mjólk í áratugi, sé farið að reiða sig á innfluttar mjólkurvörur. Gyða segir að innflutningurinn á skyrísnum, sem framleiddur er fyrir Emmessís af danska ísframleiðandanum Hansens Flødeis, séu viðbrögð fyrirtækisins við breyttum markaðsaðstæðum. Þeirra á meðal séu breytingar á tollalögum, sem tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. Lækkuðu þá tollar á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum - „þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði,“ eins og Gyða orðar það en hún metur það sem svo að neytendur horfi frekar á verð en uppruna vörunnar. Í tilfelli skyríssins sé uppruninni ekkert launungarmál að sögn Gyðu. Þó umbúðirnar séu á íslensku má sjá á þeim tvö dönsk merki, þ.m.t. merki danska fyrirtækisins. Þar að auki sé dýrt að þróa og dreifa vörum sem þessum á jafn litlum markaði og þeim íslenska. Gyða segir að því hafi verið horft til Norðurlandanna, þar sem fjöldi framleiðenda hafi tekið að þróa skyrís á síðustu misserum. Emmessís hafi því talið hagkvæmara að flytja inn vöru frá stærra markaðssvæði og pakka henni inn í íslenskar umbúðir, fremur en að framleiða hana sjálft frá grunni. Í þessu samhengi nefnir Gyða að Íslendingar séu farnir að kaupa innfluttan klaka í auknum mæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Gyða bætir við að Emmessís muni áfram þróa eigin vörur úr íslenskum afurðum - „ef markaður er til staðar.“ Á endanum séu það alltaf neytendurnir sem ráða. Hér að neðan má sjá líflegar umræður um danska skyrísinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30 Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30
Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00
Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14