Omega 3 gagnast ekki gegn hjartasjúkdómum samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:25 Ekki víst að allir Íslendingar verði sáttir viður niðurstöðurnar þrátt fyrir stórt úrtak sem nemur tæpum þriðjungi þjóðarinnar Vísir/Getty Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu. Vísindi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu.
Vísindi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira