Omega 3 gagnast ekki gegn hjartasjúkdómum samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:25 Ekki víst að allir Íslendingar verði sáttir viður niðurstöðurnar þrátt fyrir stórt úrtak sem nemur tæpum þriðjungi þjóðarinnar Vísir/Getty Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu. Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu.
Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira