Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 13:30 Guðni Bergsson segir töluverðan áhuga á starfinu erlendis frá. KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08