Kveikur í sæðingum vegna mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2018 20:15 Kveikur hefur meira en nóg að gera á Króki í Ásahreppi þar sem sæðið er tekið úr honum af dýralækni og í framhaldinu er merar sæddar sem eiga pantað undir hann. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur. Dýr Hestar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur.
Dýr Hestar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira