Kveikur í sæðingum vegna mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2018 20:15 Kveikur hefur meira en nóg að gera á Króki í Ásahreppi þar sem sæðið er tekið úr honum af dýralækni og í framhaldinu er merar sæddar sem eiga pantað undir hann. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur. Dýr Hestar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur.
Dýr Hestar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira