Faðir fórnarlambs skotárásarinnar í Parkland syrgir á afmælisdegi dóttur sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Fred Guttenberg hefur barist fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum síðan dóttir hans var skotin til bana í skotárás í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída. Vísir/Getty Fred Guttenberg, faðir Jamie Guttenberg sem var skotin til bana ásamt sextán öðrum í skotárás í framhaldsskóla í Parkland í Flórída í febrúar, minntist dóttur sinnar á Twitter í gær. Jamie hefði orðið 15 ára þann dag, 13. júlí.Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ „Til hamingju með afmælið elskan mín!!! Í dag hefði Jamie átt að verða 15 ára. Ég ætti að vera að fylgja henni í ökutíma. Fjölskylda hennar og vinir ættu að vera að fagna með henni. Í dag er Jamie enn þá 14 ára. Hún verður 14 ára að eilífu,“ skrifar Fred. „Vegna byssuofbeldis munum við ekki halda upp á afmælið hennar. Í staðinn grátum við og syrgjum. Í dag hugsa ég um alla hlutina sem ég óska þess að ég gæti gert með þér, einfalda hluti á borð við að horfa með þér á uppáhalds sjónvarpsþættina okkar.“ Hluta af tístum Freds má sjá hér að neðan og restina má nálgast á Twitter-reikningi hans hér.HAPPY BIRTHDAY BABY GIRL!!! Today, Jaime should be turning 15. I should be taking her for her drivers permit. Her family and her friends should be celebrating with her. TODAY, JAIME IS STILL 14. SHE WILL BE 14 FOREVER. Because of gun violence, we will not be celebrating— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 her birthday. Instead, we are broken, crying and mourning. Today, I am thinking of all of the things that I wish I could be doing with you, some as simple as watching our favorite TV shows. Today, I am thinking about the fact that I will never see you dance again, never see— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 Fred segir í samtali við vefinn Mashable að hann hafi stofnað Twitter-reikning nokkrum vikum eftir að dóttir hans var myrt. Það hafi hann gert til þess að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum og vekja athygli á ofbeldi tengdu skotvopnum. Fred hefur verið einna háværastur í hópi þeirra foreldra sem misstu börn sín í skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í febrúar í fyrra. Hann hefur breitt út boðskapinn síðustu mánuði og ítrekað komið fram í fjölmiðlum. Móðir Jamie, Jennifer Bloom Guttenberg, minntist dóttur sinnar einnig í gær. Hún notar tækifærið og kallar eftir byssulöggjöf í Bandaríkjunum, sem sé í samræmi við „heilbrigða skynsemi.“ Sautján létust þegar byssumaður hóf skothríð í áðurnefndum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskóla í Flórída. Hópur nemenda sem komst lífs af úr árásinni hefur komið af stað gríðarstórri hreyfingu undir formerkjunum March For Our Lives, eða Göngum fyrir lífi okkar, sem berst fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Fred Guttenberg, faðir Jamie Guttenberg sem var skotin til bana ásamt sextán öðrum í skotárás í framhaldsskóla í Parkland í Flórída í febrúar, minntist dóttur sinnar á Twitter í gær. Jamie hefði orðið 15 ára þann dag, 13. júlí.Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ „Til hamingju með afmælið elskan mín!!! Í dag hefði Jamie átt að verða 15 ára. Ég ætti að vera að fylgja henni í ökutíma. Fjölskylda hennar og vinir ættu að vera að fagna með henni. Í dag er Jamie enn þá 14 ára. Hún verður 14 ára að eilífu,“ skrifar Fred. „Vegna byssuofbeldis munum við ekki halda upp á afmælið hennar. Í staðinn grátum við og syrgjum. Í dag hugsa ég um alla hlutina sem ég óska þess að ég gæti gert með þér, einfalda hluti á borð við að horfa með þér á uppáhalds sjónvarpsþættina okkar.“ Hluta af tístum Freds má sjá hér að neðan og restina má nálgast á Twitter-reikningi hans hér.HAPPY BIRTHDAY BABY GIRL!!! Today, Jaime should be turning 15. I should be taking her for her drivers permit. Her family and her friends should be celebrating with her. TODAY, JAIME IS STILL 14. SHE WILL BE 14 FOREVER. Because of gun violence, we will not be celebrating— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 her birthday. Instead, we are broken, crying and mourning. Today, I am thinking of all of the things that I wish I could be doing with you, some as simple as watching our favorite TV shows. Today, I am thinking about the fact that I will never see you dance again, never see— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 Fred segir í samtali við vefinn Mashable að hann hafi stofnað Twitter-reikning nokkrum vikum eftir að dóttir hans var myrt. Það hafi hann gert til þess að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum og vekja athygli á ofbeldi tengdu skotvopnum. Fred hefur verið einna háværastur í hópi þeirra foreldra sem misstu börn sín í skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í febrúar í fyrra. Hann hefur breitt út boðskapinn síðustu mánuði og ítrekað komið fram í fjölmiðlum. Móðir Jamie, Jennifer Bloom Guttenberg, minntist dóttur sinnar einnig í gær. Hún notar tækifærið og kallar eftir byssulöggjöf í Bandaríkjunum, sem sé í samræmi við „heilbrigða skynsemi.“ Sautján létust þegar byssumaður hóf skothríð í áðurnefndum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskóla í Flórída. Hópur nemenda sem komst lífs af úr árásinni hefur komið af stað gríðarstórri hreyfingu undir formerkjunum March For Our Lives, eða Göngum fyrir lífi okkar, sem berst fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10
„Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15
Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00