Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2018 15:14 Frá höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum. vísir/gva Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra, Fjölmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra,
Fjölmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira