Allt vitlaust þegar að mark var dæmt af KA: „Þið eruð búnir að horfa of mikið á HM“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 12:00 Túfa gaf lítið fyrir útskýringar Helga Mikaels. vísir KA vann sterkan útisigur á Grindavík, 2-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi en sigurmarkið skoraði Ýmir Már Geirsson á annarri mínútu í uppbótartíma. Alexander Veigar Þórarinsson kom Grindavík yfir strax á áttundu mínútu en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik. Grindjánar spiluðu síðustu 20 mínúturnar manni færri eftir að Marínó Axel Helgasyni var vikið af velli. Ótrúlega uppákoma varð á 48. mínútu þegar að KA komst í 2-1 með marki Elfars Árna Aðalsteinssonar en hann nýtti sér þá skelfileg mistök Kristians Jajalo í marki Grindavíkur. KA-menn fögnuðu markinu vel og lengi en svo þegar átti að taka miðju var markið allt í einu dæmt af. Enginn vissi hvers vegna, ekki einu sinni fjórði dómarinn þegar að Arnar Björnsson, sem að lýsti leiknum á Stöð 2 Sport, fór niður á völl og spurði Pétur Guðmundsson. Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var algjörlega brjálaður og öskraði á dómarana að þeir væru búnir að horfa of mikið á HM eins og heyrðist vel í útsendingunni. Hann öskraði á þá að þeir væru ekki með sjónvörp til að taka ákvörðun svona seint og fékk svo útskýringu frá dómaranum Helga Mikael Jónassyni sem að hann var ekki ánægður með. Allt það helsta úr þessum rosalega fótboltaleik má sjá hér að neðan. Mörkin úr leiknumMarkið sem dæmt var af Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli „Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzic eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. 12. júlí 2018 21:04 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
KA vann sterkan útisigur á Grindavík, 2-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi en sigurmarkið skoraði Ýmir Már Geirsson á annarri mínútu í uppbótartíma. Alexander Veigar Þórarinsson kom Grindavík yfir strax á áttundu mínútu en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik. Grindjánar spiluðu síðustu 20 mínúturnar manni færri eftir að Marínó Axel Helgasyni var vikið af velli. Ótrúlega uppákoma varð á 48. mínútu þegar að KA komst í 2-1 með marki Elfars Árna Aðalsteinssonar en hann nýtti sér þá skelfileg mistök Kristians Jajalo í marki Grindavíkur. KA-menn fögnuðu markinu vel og lengi en svo þegar átti að taka miðju var markið allt í einu dæmt af. Enginn vissi hvers vegna, ekki einu sinni fjórði dómarinn þegar að Arnar Björnsson, sem að lýsti leiknum á Stöð 2 Sport, fór niður á völl og spurði Pétur Guðmundsson. Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var algjörlega brjálaður og öskraði á dómarana að þeir væru búnir að horfa of mikið á HM eins og heyrðist vel í útsendingunni. Hann öskraði á þá að þeir væru ekki með sjónvörp til að taka ákvörðun svona seint og fékk svo útskýringu frá dómaranum Helga Mikael Jónassyni sem að hann var ekki ánægður með. Allt það helsta úr þessum rosalega fótboltaleik má sjá hér að neðan. Mörkin úr leiknumMarkið sem dæmt var af
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli „Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzic eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. 12. júlí 2018 21:04 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli „Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzic eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. 12. júlí 2018 21:04
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00