Serena Williams fær tækifæri til að jafna stóra metið á sunnudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2018 15:28 Serena Williams á líklega eftir að vinna nokkra risatitla í viðbót. vísir/getty Serena Williams er komin í úrslitaleikinn á Wimbledon-meistaramótinu í tennis í tólfta sinn á ferlinum en hún vann Juliu Gorges tiltölulega auðveldlega í tveimur settum í undanúrslitum í dag; 6-2 og 6-4. Serena hefur sjö sinnum áður unnið Wimbledon-mótið, síðast árið 2016, en þá lagði hún Þjóðverjann Angelique Kerber. Úrslitaleikurinn á sunnudaginn verður endurtekning á þeim leik því Kerber vann undanúrslitaleikinn sinn í dag. „Þetta er klikkað. Ég veit ekki hvernig mér á að líða. Ég bjóst ekki við því að standa mig svona vel á fjórða mótinu sem ég spila eftir endurkomuna,“ sagði Serena eftir sigurinn. Þessi ótrúlega íþróttakona fæddi sitt fyrsta barn 1. september í fyrra og er nú komin í úrslit á risamóti tæpu ári síðar. Hún nálgaðist reyndar úrslitin á opna franska meistaramótinu í síðasta mánuði en dró sig úr keppni venga meiðsla. Takist Serenu Williams að vinna á sunnudaginn verður það hennar 24. risatitill en þá jafnar hún met áströlsku goðsagnarinnar Margaret Court sem sigraði á 24 risamótum frá 1960-1973. Tveir risatitlar í viðbót og Serena mun tróna ein á toppnum. Serena kom inn í mótið númer 25 í styrkleikaröðuninni en mótshaldarar vissu ekki alveg hvað þeir áttu að gera við þessa bestu tenniskonu sögunnar þar sem hún hefur keppt á svo fáum mótum eftir endurkomuna. Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Serena Williams er komin í úrslitaleikinn á Wimbledon-meistaramótinu í tennis í tólfta sinn á ferlinum en hún vann Juliu Gorges tiltölulega auðveldlega í tveimur settum í undanúrslitum í dag; 6-2 og 6-4. Serena hefur sjö sinnum áður unnið Wimbledon-mótið, síðast árið 2016, en þá lagði hún Þjóðverjann Angelique Kerber. Úrslitaleikurinn á sunnudaginn verður endurtekning á þeim leik því Kerber vann undanúrslitaleikinn sinn í dag. „Þetta er klikkað. Ég veit ekki hvernig mér á að líða. Ég bjóst ekki við því að standa mig svona vel á fjórða mótinu sem ég spila eftir endurkomuna,“ sagði Serena eftir sigurinn. Þessi ótrúlega íþróttakona fæddi sitt fyrsta barn 1. september í fyrra og er nú komin í úrslit á risamóti tæpu ári síðar. Hún nálgaðist reyndar úrslitin á opna franska meistaramótinu í síðasta mánuði en dró sig úr keppni venga meiðsla. Takist Serenu Williams að vinna á sunnudaginn verður það hennar 24. risatitill en þá jafnar hún met áströlsku goðsagnarinnar Margaret Court sem sigraði á 24 risamótum frá 1960-1973. Tveir risatitlar í viðbót og Serena mun tróna ein á toppnum. Serena kom inn í mótið númer 25 í styrkleikaröðuninni en mótshaldarar vissu ekki alveg hvað þeir áttu að gera við þessa bestu tenniskonu sögunnar þar sem hún hefur keppt á svo fáum mótum eftir endurkomuna.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira