Sumarmessan: Þegar Rúrik Gísla mætti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 14:00 Cristiano Ronaldo skipti um félag í gær og telst nú vera leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Þessi einstaki knattspyrnumaður kvaddi Real Madrid eftir níu ára gósentíð á Bernabeu. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu þessi stærstu félagskipti sumarsins í fótboltanum og það þegar heiðursgesturinn Rúrik Gíslason mætti einum besta knattspyrnumanni allra tíma í Meistaradeildinni. „Stærsta spurningin sem kemur upp í höfuðið á mér er hvað ætlar að Real Madrid að fá í staðinn. Það þarf að fá einhverja stjörnu í þetta lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Það er væntanlega búið að ákveða það hver kemur í staðinn,“ skaut Benedikt Valsson inn í og strákarnir nefndu menn eins og þá Kylian Mbappé, Eden Hazard og Neymar. „Þeir myndu ekki vera að selja Ronaldo nema af því að það er kominn stjarna á kantinn,“ sagði Rúrik Gíslason.Rúrik Gíslason i baráttunni við Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í MadridVísir/GettyStrákarnir sýndu síðan frá leik Rúriks á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid í Meistaradeildinni. „Þetta var alveg agalegt skot,“ sagði Rúrik um skotið hans á Santiago Bernabeu leikvanginum sem var sýnt á meðan þeir ræddu Ronaldo. Hvernig var það aftur á móti fyrir Rúrik að spila á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid? „Ég fann mig ágætlega þarna og átti fínan leik,“ sagði Rúrik og svo er sýnt myndbrot frá því þegar hann lætur sjálfan Cristiano Ronaldo finna aðeins fyrir sér. „Karlinn, kjötar hann,“ skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Rúrik Gíslason var hinsvegar fljótur að beina umræðunni aftur af framtíð mála hjá Real. „Ef ég væri að stjórna einhverju þarna hjá Real Madrid þá væru mennirnir sem ég vildi mest fá þeir Mbappé og Hazard. Ég myndi reyna að ýta því í gegn,“ sagði Rúrik. „Þeir verða að fá stórstjörnu en fótbolti er ekki bara fótbolti í dag. Þetta er líka rosaleg markaðsvara,“ sagði Hjörvar en það má finna alla umræðuna í Sumarmessunni um Cristiano Ronaldo í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira
Cristiano Ronaldo skipti um félag í gær og telst nú vera leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Þessi einstaki knattspyrnumaður kvaddi Real Madrid eftir níu ára gósentíð á Bernabeu. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu þessi stærstu félagskipti sumarsins í fótboltanum og það þegar heiðursgesturinn Rúrik Gíslason mætti einum besta knattspyrnumanni allra tíma í Meistaradeildinni. „Stærsta spurningin sem kemur upp í höfuðið á mér er hvað ætlar að Real Madrid að fá í staðinn. Það þarf að fá einhverja stjörnu í þetta lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Það er væntanlega búið að ákveða það hver kemur í staðinn,“ skaut Benedikt Valsson inn í og strákarnir nefndu menn eins og þá Kylian Mbappé, Eden Hazard og Neymar. „Þeir myndu ekki vera að selja Ronaldo nema af því að það er kominn stjarna á kantinn,“ sagði Rúrik Gíslason.Rúrik Gíslason i baráttunni við Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í MadridVísir/GettyStrákarnir sýndu síðan frá leik Rúriks á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid í Meistaradeildinni. „Þetta var alveg agalegt skot,“ sagði Rúrik um skotið hans á Santiago Bernabeu leikvanginum sem var sýnt á meðan þeir ræddu Ronaldo. Hvernig var það aftur á móti fyrir Rúrik að spila á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid? „Ég fann mig ágætlega þarna og átti fínan leik,“ sagði Rúrik og svo er sýnt myndbrot frá því þegar hann lætur sjálfan Cristiano Ronaldo finna aðeins fyrir sér. „Karlinn, kjötar hann,“ skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Rúrik Gíslason var hinsvegar fljótur að beina umræðunni aftur af framtíð mála hjá Real. „Ef ég væri að stjórna einhverju þarna hjá Real Madrid þá væru mennirnir sem ég vildi mest fá þeir Mbappé og Hazard. Ég myndi reyna að ýta því í gegn,“ sagði Rúrik. „Þeir verða að fá stórstjörnu en fótbolti er ekki bara fótbolti í dag. Þetta er líka rosaleg markaðsvara,“ sagði Hjörvar en það má finna alla umræðuna í Sumarmessunni um Cristiano Ronaldo í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira