Birkir Már: Ekkert mál að stoppa einstaklinga ef við gerum þetta sem lið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2018 15:00 Birkir Már Sævarsson telur liðsheld Vals geta haldið aftur af Bendtner og stjörnum Rosenborg Stöð 2 Sport Valur mætir norsku meisturunum í Rosenborg í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Hlíðarenda í kvöld. Birkir Már Sævarsson telur Val eiga góða möguleika í einvíginu. „Þetta eru þeir leikir sem maður vill spila á hverju ári, að spreyta sig í Evrópu og fá leiki á móti þessum stóru liðum í Skandinavíu,“ sagði Birkir Már á blaðamannafundi Vals fyrir leikinn í Fjósinu að Hlíðarenda í gær. „Ég býst við erfiðum leik, þetta er erfiður mótherji, en við erum á heimavelli og höfum verið góðir á heimavelli. Við erum búnir að vera góðir upp á síðkastið og í fínu standi. Ef við spilum okkar leik þá eigum við góða möguleika myndi ég segja.“ Birkir Már átti fast sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi þar sem hann átti meðal annars frábæran leik gegn Angel di Maria og fleiri stórstjörnum. Hann ætti því ekki að hræðast leikmenn Rosenborg, jafnvel þó þeir séu með Danann Nicklas Bendtner innanborðs. „Jú,jú, þetta er erfiður mótherji og mjög góðir leikmenn. Ef við gerum þetta saman sem lið eins og við höfum verið að gera með landsliðinu þá á ekki að verða neitt vandamál að stoppa einstaklinga,“ sagði Birkir Már Sævarsson. Leikur Vals og Rosenborg hefst klukkan 20:00 í kvöld og er í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikurinn er einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 19:45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Valur mætir norsku meisturunum í Rosenborg í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Hlíðarenda í kvöld. Birkir Már Sævarsson telur Val eiga góða möguleika í einvíginu. „Þetta eru þeir leikir sem maður vill spila á hverju ári, að spreyta sig í Evrópu og fá leiki á móti þessum stóru liðum í Skandinavíu,“ sagði Birkir Már á blaðamannafundi Vals fyrir leikinn í Fjósinu að Hlíðarenda í gær. „Ég býst við erfiðum leik, þetta er erfiður mótherji, en við erum á heimavelli og höfum verið góðir á heimavelli. Við erum búnir að vera góðir upp á síðkastið og í fínu standi. Ef við spilum okkar leik þá eigum við góða möguleika myndi ég segja.“ Birkir Már átti fast sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi þar sem hann átti meðal annars frábæran leik gegn Angel di Maria og fleiri stórstjörnum. Hann ætti því ekki að hræðast leikmenn Rosenborg, jafnvel þó þeir séu með Danann Nicklas Bendtner innanborðs. „Jú,jú, þetta er erfiður mótherji og mjög góðir leikmenn. Ef við gerum þetta saman sem lið eins og við höfum verið að gera með landsliðinu þá á ekki að verða neitt vandamál að stoppa einstaklinga,“ sagði Birkir Már Sævarsson. Leikur Vals og Rosenborg hefst klukkan 20:00 í kvöld og er í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikurinn er einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 19:45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira