Hamilton stal ráspólnum á lokahringnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 14:09 Félagarnir hjá Mercedes ræsa fremstir vísir/getty Lewis Hamilton verður á ráspól í Ungverjalandskappakstrinum eftir að hafa náð bestum tíma allra í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas ræsir annar. Kimi Raikkonen var með besta tímann fyrir síðasta hringinn í tímatökunni. Þar náðu Mercedes mennirnir að skafa af nokkur sekúndubrot og Hamilton varð fljótastur á 1:35,658 mínútu. „Ferrari er búið að vera með bestu tímana alla helgina en við gerðum okkar besta til þess að vera sem næst þeim. Svo kom rigningin,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna en það kyngdi niður rigningu á meðan tímatökunni stóð. Raikkonen verður þriðji þegar ræst verður í kappakstrinum á morgun og liðsfélagi hans á Ferrari, Sebastian Vettel verður fjórði. Stigakeppni ökuþóra er orðin tveggja hesta kapphlaup á milli Vettel og Hamilton. Hamilton er með 17 stiga forystu eftir sigur í Þýskalandi um helgina og miðað við niðurstöðu tímatökunnar er ljóst að Vettel verður að aka mjög vel á morgun ætli hann ekki að missa Hamilton of langt fram úr sér. Ungverjalandskappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun frá klukkan 12:50. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól í Ungverjalandskappakstrinum eftir að hafa náð bestum tíma allra í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas ræsir annar. Kimi Raikkonen var með besta tímann fyrir síðasta hringinn í tímatökunni. Þar náðu Mercedes mennirnir að skafa af nokkur sekúndubrot og Hamilton varð fljótastur á 1:35,658 mínútu. „Ferrari er búið að vera með bestu tímana alla helgina en við gerðum okkar besta til þess að vera sem næst þeim. Svo kom rigningin,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna en það kyngdi niður rigningu á meðan tímatökunni stóð. Raikkonen verður þriðji þegar ræst verður í kappakstrinum á morgun og liðsfélagi hans á Ferrari, Sebastian Vettel verður fjórði. Stigakeppni ökuþóra er orðin tveggja hesta kapphlaup á milli Vettel og Hamilton. Hamilton er með 17 stiga forystu eftir sigur í Þýskalandi um helgina og miðað við niðurstöðu tímatökunnar er ljóst að Vettel verður að aka mjög vel á morgun ætli hann ekki að missa Hamilton of langt fram úr sér. Ungverjalandskappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun frá klukkan 12:50.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira