Klopp segir Ramos vera „miskunnarlausan og hrottalegan“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 09:30 Ramos hugar að Salah eftir atvikið umtalaða. vísir/getty Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06
Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00
Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45