Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves ásamt eiginkonu sinni, sjónvarpskonunni Julie Chen. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. Ronan Farrow, blaðamaðurinn sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, skrifar um ásakanirnar á hendur Moonves í dagblaðinu The New Yorker. Um er að ræða frásagnir sex kvenna en þær greina meðal annars frá því að Moonves hafi bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Leikkonan og handritshöfundurinn Illeana Douglas er ein hinna sex kvenna sem greina frá kynferðislegri áreitni Moonves.Vísir/getty Í yfirlýsingu frá CBS segir að ásakanir kvennanna verði rannsakaðar. Þá hyggst fyrirtækið taka á málinu „á viðeigandi hátt“. Moonves sendi sjálfur yfirlýsingu á The New Yorker sem Farrow birti með umfjöllun sinni. Í yfirlýsingunni segist Moonves alltaf hafa virt rétt kvenna til höfnunar. Hann viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær. Moonves er 68 ára, giftur sjónvarpskonunni Julie Chen og hefur löngum verið talinn einn af valdamestu mönnum í Hollywood. Hann hóf feril sinn sem leikari en söðlaði svo um og er til að mynda meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna Friends og ER. Hann tók við stjórnartaumunum hjá CBS fyrir um tíu árum síðan og hefur stýrt stöðinni á topp áhorfslista í Bandaríkjunum. Átta mánuðir eru nú síðan Charlie Rose, fréttamaður á CBS, var rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52 Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. Ronan Farrow, blaðamaðurinn sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, skrifar um ásakanirnar á hendur Moonves í dagblaðinu The New Yorker. Um er að ræða frásagnir sex kvenna en þær greina meðal annars frá því að Moonves hafi bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Leikkonan og handritshöfundurinn Illeana Douglas er ein hinna sex kvenna sem greina frá kynferðislegri áreitni Moonves.Vísir/getty Í yfirlýsingu frá CBS segir að ásakanir kvennanna verði rannsakaðar. Þá hyggst fyrirtækið taka á málinu „á viðeigandi hátt“. Moonves sendi sjálfur yfirlýsingu á The New Yorker sem Farrow birti með umfjöllun sinni. Í yfirlýsingunni segist Moonves alltaf hafa virt rétt kvenna til höfnunar. Hann viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær. Moonves er 68 ára, giftur sjónvarpskonunni Julie Chen og hefur löngum verið talinn einn af valdamestu mönnum í Hollywood. Hann hóf feril sinn sem leikari en söðlaði svo um og er til að mynda meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna Friends og ER. Hann tók við stjórnartaumunum hjá CBS fyrir um tíu árum síðan og hefur stýrt stöðinni á topp áhorfslista í Bandaríkjunum. Átta mánuðir eru nú síðan Charlie Rose, fréttamaður á CBS, var rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52 Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52
Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34