Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:14 Sean Parker stofnaði Napster árið 1999. vísir/getty Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag en hótelið er fjárfestingarverkefni Áslaugar Magnúsdóttur, fjárfestis og stofnanda tískufyrirtækisins Moda Operandi. Sean Parker var um tvítugt þegar hann stofnaði Napster og varð fljótt þekktur innan sem og utan tæknigeirans. Hann varð síðan stjórnarformaður Facebook þegar það fyrirtæki hafði aðeins verið til í um fimm mánuði. Árið 2010 fjárfesti Parker síðan í Spotify fyrir um 15 milljónir dollara en hann situr í stjórn fyrirtækisins.120 manna lúxushótel með áherslu á heilsu og vellíðan Þó nokkuð hefur verið fjallað um þá uppbyggingu sem Áslaug hyggur á í Austur-Skaftafellssýslu en til stendur að reisa þar sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Verður það gert undir merkjum þróunarfélagsins ONE, að því er greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Lúxushótelið sem til stendur að byggja er 120 manna hótel ásamt 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kringum hótelið. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Áslaug að á hótelinu verði lögð áhersla á heilsu og vellíðan. Þar verði mikið lagt upp úr hollum matt og þá verður hægt að fara í góðar dekurmeðferðir þar. Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem er með fleiri verkefni í deiglunni fyrir austan en Jakob hefur sagt að ekki sé tímabært að upplýsa um aðra áfanga verkefnisins að svo stöddu.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrirhugaða uppbyggingu á Svínhólum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag en hótelið er fjárfestingarverkefni Áslaugar Magnúsdóttur, fjárfestis og stofnanda tískufyrirtækisins Moda Operandi. Sean Parker var um tvítugt þegar hann stofnaði Napster og varð fljótt þekktur innan sem og utan tæknigeirans. Hann varð síðan stjórnarformaður Facebook þegar það fyrirtæki hafði aðeins verið til í um fimm mánuði. Árið 2010 fjárfesti Parker síðan í Spotify fyrir um 15 milljónir dollara en hann situr í stjórn fyrirtækisins.120 manna lúxushótel með áherslu á heilsu og vellíðan Þó nokkuð hefur verið fjallað um þá uppbyggingu sem Áslaug hyggur á í Austur-Skaftafellssýslu en til stendur að reisa þar sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Verður það gert undir merkjum þróunarfélagsins ONE, að því er greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Lúxushótelið sem til stendur að byggja er 120 manna hótel ásamt 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kringum hótelið. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Áslaug að á hótelinu verði lögð áhersla á heilsu og vellíðan. Þar verði mikið lagt upp úr hollum matt og þá verður hægt að fara í góðar dekurmeðferðir þar. Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem er með fleiri verkefni í deiglunni fyrir austan en Jakob hefur sagt að ekki sé tímabært að upplýsa um aðra áfanga verkefnisins að svo stöddu.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrirhugaða uppbyggingu á Svínhólum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15
Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00