Freyr: Hugrekkið horfið úr varnarleik FH-inga Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 11:30 Áttfaldir Íslandsmeistarar FH hafa átt í stökustu vandræðum með að verjast föstum leikatriðum í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en liðið fékk á sig tvö þannig mörk í 4-1 tapinu gegn Breiðabliki á sunnudaginn var. FH er í heildina búið að fá á sig tíu mörk úr föstum leikatriðum í þrettán leikjum í sumar sem er tveimur mörkum fleira úr föstum leikatriðum en liðið fékk á sig allt síðasta sumar. Breiðablik skoraði tvö mörk á FH upp úr aukaspyrnum inn á teiginn. Í fyrra skiptið skallaði Thomas Mikkelsen boltann í netið kolrangstæður en í það síðara lagði Mikkelsen upp mark fyrir Davíð Kristján Ólafsson. „Það var að trufla þá gríðarlega mikið að hann var að standa inn í þessari rangstöðu og á þessu augnabliki falla Viðar Ari og Gummi Kristjáns niður og þá er Mikkelsen réttstæður,“ sagði Freyr Alexandersson í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið þegar að hann tók varnarleik FH-inga fyrir í seinna markinu. „Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Það er enginn sem ber ábyrgð á manninum. Þetta er galinn varnarleikur. Sjáið þetta! Þeir standa oft á tíðum alveg rétt en grimmdin að vinna fyrsta og annan bolta er ekki til staðar,“ sagði Freyr. Sem fyrr segir hefur FH oft verið betra í að verjast föstum leikatriðum en liðið var til dæmis í fyrra besta lið deildarinnar í þeim hluta leiksins ásamt Víkingi. „Ég ákvað að kíkja á föst leikatriði hjá FH 2015 og 2016 og þar voru leikmennirnir að standa á svipuðum stað og markvörðurinn var á svipuðum stað. Það vantar þessa árásagirni og hugrekki sem er farið úr varnarleiknum hjá FH. Þeir voru besta liðið á Íslandi í föstum leikatriðum lengi vel,“ sagði Freyr Alexandersson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Skorað í efstu deild 15 ár í röð: „Ótrúlegur leikmaður sem ég hataði að spila á móti“ Óskar Örn Hauksson heldur áfram að skora á hverju ári í Pepsi-deildinni. 25. júlí 2018 12:30 Pepsi-mörkin: Trúlausir Víkingar áttu ekki séns gegn Val Víkingur tapaði fyrir Val á Hlíðarenda í 13. umferð Pepsi deildar karla um helgina. Hugarfar leikmanna Víkings í leiknum gerði úti um möguleika þeirra á sigri. 25. júlí 2018 14:00 Pepsi-mörkin: „Hrikalega mikið að“ í varnarleik Fylkis Fylkir hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi deild karla og fengið á sig 13 mörk í síðustu þremur leikjum. Liðið situr í 11. sæti með 11 stig eftir 13 umferðir. 25. júlí 2018 11:00 Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir en þeir verða að sýna meira hjarta og meiri baráttu. 24. júlí 2018 12:00 Pepsi-mörkin: Andri Rafn að verða einn besti miðjumaður deildarinnar Andri Rafn Yeoman hefur farið á kostum í liði Breiðabliks í Pepsi deild karla að undanförnu. Hann var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann FH í 13. umferðinni um helgina. 24. júlí 2018 14:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Áttfaldir Íslandsmeistarar FH hafa átt í stökustu vandræðum með að verjast föstum leikatriðum í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en liðið fékk á sig tvö þannig mörk í 4-1 tapinu gegn Breiðabliki á sunnudaginn var. FH er í heildina búið að fá á sig tíu mörk úr föstum leikatriðum í þrettán leikjum í sumar sem er tveimur mörkum fleira úr föstum leikatriðum en liðið fékk á sig allt síðasta sumar. Breiðablik skoraði tvö mörk á FH upp úr aukaspyrnum inn á teiginn. Í fyrra skiptið skallaði Thomas Mikkelsen boltann í netið kolrangstæður en í það síðara lagði Mikkelsen upp mark fyrir Davíð Kristján Ólafsson. „Það var að trufla þá gríðarlega mikið að hann var að standa inn í þessari rangstöðu og á þessu augnabliki falla Viðar Ari og Gummi Kristjáns niður og þá er Mikkelsen réttstæður,“ sagði Freyr Alexandersson í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið þegar að hann tók varnarleik FH-inga fyrir í seinna markinu. „Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Það er enginn sem ber ábyrgð á manninum. Þetta er galinn varnarleikur. Sjáið þetta! Þeir standa oft á tíðum alveg rétt en grimmdin að vinna fyrsta og annan bolta er ekki til staðar,“ sagði Freyr. Sem fyrr segir hefur FH oft verið betra í að verjast föstum leikatriðum en liðið var til dæmis í fyrra besta lið deildarinnar í þeim hluta leiksins ásamt Víkingi. „Ég ákvað að kíkja á föst leikatriði hjá FH 2015 og 2016 og þar voru leikmennirnir að standa á svipuðum stað og markvörðurinn var á svipuðum stað. Það vantar þessa árásagirni og hugrekki sem er farið úr varnarleiknum hjá FH. Þeir voru besta liðið á Íslandi í föstum leikatriðum lengi vel,“ sagði Freyr Alexandersson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Skorað í efstu deild 15 ár í röð: „Ótrúlegur leikmaður sem ég hataði að spila á móti“ Óskar Örn Hauksson heldur áfram að skora á hverju ári í Pepsi-deildinni. 25. júlí 2018 12:30 Pepsi-mörkin: Trúlausir Víkingar áttu ekki séns gegn Val Víkingur tapaði fyrir Val á Hlíðarenda í 13. umferð Pepsi deildar karla um helgina. Hugarfar leikmanna Víkings í leiknum gerði úti um möguleika þeirra á sigri. 25. júlí 2018 14:00 Pepsi-mörkin: „Hrikalega mikið að“ í varnarleik Fylkis Fylkir hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi deild karla og fengið á sig 13 mörk í síðustu þremur leikjum. Liðið situr í 11. sæti með 11 stig eftir 13 umferðir. 25. júlí 2018 11:00 Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir en þeir verða að sýna meira hjarta og meiri baráttu. 24. júlí 2018 12:00 Pepsi-mörkin: Andri Rafn að verða einn besti miðjumaður deildarinnar Andri Rafn Yeoman hefur farið á kostum í liði Breiðabliks í Pepsi deild karla að undanförnu. Hann var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann FH í 13. umferðinni um helgina. 24. júlí 2018 14:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00
Skorað í efstu deild 15 ár í röð: „Ótrúlegur leikmaður sem ég hataði að spila á móti“ Óskar Örn Hauksson heldur áfram að skora á hverju ári í Pepsi-deildinni. 25. júlí 2018 12:30
Pepsi-mörkin: Trúlausir Víkingar áttu ekki séns gegn Val Víkingur tapaði fyrir Val á Hlíðarenda í 13. umferð Pepsi deildar karla um helgina. Hugarfar leikmanna Víkings í leiknum gerði úti um möguleika þeirra á sigri. 25. júlí 2018 14:00
Pepsi-mörkin: „Hrikalega mikið að“ í varnarleik Fylkis Fylkir hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi deild karla og fengið á sig 13 mörk í síðustu þremur leikjum. Liðið situr í 11. sæti með 11 stig eftir 13 umferðir. 25. júlí 2018 11:00
Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir en þeir verða að sýna meira hjarta og meiri baráttu. 24. júlí 2018 12:00
Pepsi-mörkin: Andri Rafn að verða einn besti miðjumaður deildarinnar Andri Rafn Yeoman hefur farið á kostum í liði Breiðabliks í Pepsi deild karla að undanförnu. Hann var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann FH í 13. umferðinni um helgina. 24. júlí 2018 14:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð