Í vondum málum eftir að hafa mölvað Hollywood stjörnu Donalds Trump Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 20:45 Verkamenn fjarlægja það sem eftir er af stórlaskaðri stjörnu Trumps. Svo óheppilega vill til að næsta stjarna fyrir neðan er merkt Kevin Spacey. Þarf ekki eitthvað að fara að endurskoða það? Vísir/EPA Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem The Walk of Fame. Skemmdarvargurinn kom á vettvang fyrr í dag með gítartösku. Sjónarvottar segja að hann hafi skyndilega opnað töskuna og tekið upp stærðarinnar haka sem hann geymdi þar. Hann hafi síðan ráðist á stjörnuna af alefli með hakanum og hoggið hana í spað með látum. Öryggisverðir á staðnum lögðu ekki í manninn þar sem þeir voru óvopnaðir og leist ekki á að yfirbuga mann sem fór hamförum með haka á miðri götunni. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Sagðist maðurinn hafa verið að bregðast við myndbandinu sem tekið var af Trump þar sem hann talaði um að hann gæti gripið í kynfæri kvenna að vild vegna frægðar sinnar og auðs. Maðurinn fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm, þurfti að borga hálfa milljón króna fyrir skemmdirnar og vinna 20 daga í samfélagsþjónustu. Skemmdarvargurinn í dag gaf sig fram við lögreglu og verður að líkindum ákærður fyrir gróf eignaspjöll. Það telst „felony“ eða alvarlegur glæpur í bandaríska dómskerfinu. Lífið Donald Trump Hollywood Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem The Walk of Fame. Skemmdarvargurinn kom á vettvang fyrr í dag með gítartösku. Sjónarvottar segja að hann hafi skyndilega opnað töskuna og tekið upp stærðarinnar haka sem hann geymdi þar. Hann hafi síðan ráðist á stjörnuna af alefli með hakanum og hoggið hana í spað með látum. Öryggisverðir á staðnum lögðu ekki í manninn þar sem þeir voru óvopnaðir og leist ekki á að yfirbuga mann sem fór hamförum með haka á miðri götunni. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Sagðist maðurinn hafa verið að bregðast við myndbandinu sem tekið var af Trump þar sem hann talaði um að hann gæti gripið í kynfæri kvenna að vild vegna frægðar sinnar og auðs. Maðurinn fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm, þurfti að borga hálfa milljón króna fyrir skemmdirnar og vinna 20 daga í samfélagsþjónustu. Skemmdarvargurinn í dag gaf sig fram við lögreglu og verður að líkindum ákærður fyrir gróf eignaspjöll. Það telst „felony“ eða alvarlegur glæpur í bandaríska dómskerfinu.
Lífið Donald Trump Hollywood Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“