Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 15:07 Með því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Vísir/AP Vísindamenn telja sig hafa fundið stórt stöðuvatn úr fljótandi vatni undir yfirborði Mars. Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. Rannsóknir sýna þó að á árum var vatn á yfirborð Mars og hefur Curiosity vélmennið fundið gömul stöðuvötn. Síðan þá hefur hitastig plánetunnar þó lækkað verulega og allt það vatn sem hingað til hefur fundist er frosið. Þá hefur Curiosity einnig fundið lífrænar sameindir og metan á Mars, sem gefur til kynna að mögulega hafi plánetan eitt sinn hýst líf og geri jafnvel enn.Sjá einnig: Curiosity fann lífrænar sameindir á MarsMeð því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Áætlað er að það sé í minnsta lagi metri að dýpt.Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt.Vísir/SAMMIVísindamennirnir áætla að þar sem vatnið mætir íshellunni á pólnum sé um tíu til þrjátíu stiga frost. Því sé líklegt að það innihaldi mikið af efnum eins og salti. Þar að auki sé það undir gífurlegum þrýstingi því annars væri það frosið. Ólíklegt þykir að líf gæti fundist í vatninu. BBC bendir á að vísindamenn telji sig hafa fundið bakteríur undir suðurskauti Jarðarinnar en ólíklegt þykir að hægt væri að gera sambærilegar rannsóknir á Mars í náinni framtíð. Nauðsynlegt yrði að senda vélmenni til plánetunnar sem gæti borað sig í gegnum klaka sem er um einn og hálfur kílómetri að þykkt.Vísindamennirnir vilja þó skoða yfirborð plánetunnar með nánari hætti og reyna að finna fleiri stöðuvötn undir yfirborði Mars. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56 Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05 Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Vísindamenn telja sig hafa fundið stórt stöðuvatn úr fljótandi vatni undir yfirborði Mars. Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. Rannsóknir sýna þó að á árum var vatn á yfirborð Mars og hefur Curiosity vélmennið fundið gömul stöðuvötn. Síðan þá hefur hitastig plánetunnar þó lækkað verulega og allt það vatn sem hingað til hefur fundist er frosið. Þá hefur Curiosity einnig fundið lífrænar sameindir og metan á Mars, sem gefur til kynna að mögulega hafi plánetan eitt sinn hýst líf og geri jafnvel enn.Sjá einnig: Curiosity fann lífrænar sameindir á MarsMeð því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Áætlað er að það sé í minnsta lagi metri að dýpt.Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt.Vísir/SAMMIVísindamennirnir áætla að þar sem vatnið mætir íshellunni á pólnum sé um tíu til þrjátíu stiga frost. Því sé líklegt að það innihaldi mikið af efnum eins og salti. Þar að auki sé það undir gífurlegum þrýstingi því annars væri það frosið. Ólíklegt þykir að líf gæti fundist í vatninu. BBC bendir á að vísindamenn telji sig hafa fundið bakteríur undir suðurskauti Jarðarinnar en ólíklegt þykir að hægt væri að gera sambærilegar rannsóknir á Mars í náinni framtíð. Nauðsynlegt yrði að senda vélmenni til plánetunnar sem gæti borað sig í gegnum klaka sem er um einn og hálfur kílómetri að þykkt.Vísindamennirnir vilja þó skoða yfirborð plánetunnar með nánari hætti og reyna að finna fleiri stöðuvötn undir yfirborði Mars.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56 Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05 Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56
Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05
Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50
Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15