Serena Williams kvartar yfir mismunun í lyfjaprófunum: Fimm próf í júní Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 14:30 Serena Williams á 23 risatitla í tennis Vísir/Getty Tennisdrottningin Serena Williams er einn mesti íþróttamaður heims. Hún tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon risamótinu í tennis á dögunum, á hennar fjórða móti eftir barnsburð. Williams segir lyfjaeftirlit mismuna henni og hún sé sett í prófanir oftar en aðrir. Williams skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún sagði: „Það er kominn þessi tími dags þar sem ég er „valin af handahófi“ til þess að fara í lyfjapróf og Serena er sú eina sem fer í próf. Það hefur verið sannað að ég sé prófuð oftast allra. Mismunun? Ég held það. Að minnsta kosti held ég íþróttinni hreinni.“ Hin 36 ára Williams átti sitt fyrsta barn 1. september 2017. Hún hefur aðeins keppt á fjórum mótum á árinu, að Wimbledon meðtöldu, en er sá tennis íþróttamaður sem hefur farið oftast í lyfjapróf árið 2018 samkvæmt opinberum tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Williams ræddi málið á blaðamannafundi fyrir Wimbledon mótið þegar upp kom að hún hafi verið ósátt við starfsmann lyfjaeftirlitsins sem mætti fyrir utan hús hennar til þess að taka handahófskennt próf. „Afhverju á ég að fara í prófanir fimm sinnum í júní?" spurði Williams á blaðamannafundinum. Samkvæmt tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins hafa flestar af efstu konum tennisheimsins verið prófaðar einu sinni eða tvisvar á árinu. „Tennis hefur gefið mér svo mikið og er frábær íþrótt. Ég er að reyna að biðja um jafnrétti. Ef það þýðir að allir eigi að fara í próf fimm sinnum í mánuði, gerum það þá. Þetta snýst bara um að það sama gangi yfir alla og enginn einn sé tekinn út fyrir sviga. Tölurnar sýna að það sé verið að reyna að ýta mér út,“ sagði Williams. ...and it’s that time of the day to get “randomly” drug tested and only test Serena. Out of all the players it’s been proven I’m the one getting tested the most. Discrimination? I think so. At least I’ll be keeping the sport clean #StayPositive — Serena Williams (@serenawilliams) July 25, 2018 Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams er einn mesti íþróttamaður heims. Hún tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon risamótinu í tennis á dögunum, á hennar fjórða móti eftir barnsburð. Williams segir lyfjaeftirlit mismuna henni og hún sé sett í prófanir oftar en aðrir. Williams skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún sagði: „Það er kominn þessi tími dags þar sem ég er „valin af handahófi“ til þess að fara í lyfjapróf og Serena er sú eina sem fer í próf. Það hefur verið sannað að ég sé prófuð oftast allra. Mismunun? Ég held það. Að minnsta kosti held ég íþróttinni hreinni.“ Hin 36 ára Williams átti sitt fyrsta barn 1. september 2017. Hún hefur aðeins keppt á fjórum mótum á árinu, að Wimbledon meðtöldu, en er sá tennis íþróttamaður sem hefur farið oftast í lyfjapróf árið 2018 samkvæmt opinberum tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Williams ræddi málið á blaðamannafundi fyrir Wimbledon mótið þegar upp kom að hún hafi verið ósátt við starfsmann lyfjaeftirlitsins sem mætti fyrir utan hús hennar til þess að taka handahófskennt próf. „Afhverju á ég að fara í prófanir fimm sinnum í júní?" spurði Williams á blaðamannafundinum. Samkvæmt tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins hafa flestar af efstu konum tennisheimsins verið prófaðar einu sinni eða tvisvar á árinu. „Tennis hefur gefið mér svo mikið og er frábær íþrótt. Ég er að reyna að biðja um jafnrétti. Ef það þýðir að allir eigi að fara í próf fimm sinnum í mánuði, gerum það þá. Þetta snýst bara um að það sama gangi yfir alla og enginn einn sé tekinn út fyrir sviga. Tölurnar sýna að það sé verið að reyna að ýta mér út,“ sagði Williams. ...and it’s that time of the day to get “randomly” drug tested and only test Serena. Out of all the players it’s been proven I’m the one getting tested the most. Discrimination? I think so. At least I’ll be keeping the sport clean #StayPositive — Serena Williams (@serenawilliams) July 25, 2018
Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira