„Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2018 10:00 Sam Quek fagnar gullinu í Ríó 2016. vísir/getty „Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek. Aðrar íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
„Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek.
Aðrar íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira