Gítargoðsögnin Slash, bassaleikarinn Duff McKagan og söngvarinn Axl Rose hafa allir lýst yfir ánægju sinni með Íslendinga og viðtökur þeirra, en rúmlega 20 þúsund rokkhundar komu saman á Laugardalsvelli.
Á Twitter-síðu sinni segir bassaleikarinn að tónleikarnir hafi hreinlega verið „rosalegir!!!!“ Fyrr um daginn hafði hann birt mynd af tómum Laugardalsvelli og úr ferð sinni í Bláa lónið.
Iceland! That was REAL badass!!!!
— Duff McKagan (@DuffMcKagan) July 25, 2018
„Þið voruð fokking frábær. Sjáumst fyrr en síðar. Skál!
Reykjavik, thank you for a fantastic last night of our summer Euro tour! You guys were really fucking amazing! See you again sooner than later! Cheers! iiii]; )'
— Slash (@Slash) July 25, 2018
Liðsmenn sveitarinnar munu nú verja nokkrum dögum á Íslandi og hvíla lúin bein. Eftir að þeir sögðu skilið við slarkið urðu þeir mjög andlega þenkjandi og hinir spökustu. Því má ætla að þeir gætu sést í einhverjum lónum eða í nágrenni fossa og náttúruperla á næstunni.