Áfram í farbanni eftir að hafa valdið fjöldaárekstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 12:15 Frá vettvangi í júní síðastliðnum. vísir/baldur Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29
Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28