Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 11:06 Gervinhnattarmynd af Sohae-herstöðinni. Vísir/Getty Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. Einræðisríkið virðist þar með vera að fylgja samkomulagi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem samþykkt var í Singapúr í síðasta mánuði. Donald Trump sagði þá að Kim hefði heitið því að losa sig við eldflaugatilraunabúnað án þess að taka fram hvar.Nýjar gervihnattarmyndir af Sohae í Norður-Kóreu gefa í skyn að verið sé að rífa mannvirki þar. Yfirvöld Norður-Kóreu segja gervihnöttum hafa verið skotið á loft þaðan en erlendir sérfræðingar segja Sohae vera skotstað fyrir eldflaugar. Greinendur 38 North, sem fylgjast grannt með málum í Norður-Kóreu, segja áðurnefndar myndir, frá 20. júní, segja mikilvæg mannvirki sem snúa að eldflaugaskotum og að þróun eldflauga hafa verið rifin. Það gefi til kynna að trú ríkisstjórnar Norður-Kóreu á eldflaugar sínar hafi aukist til muna.Eftir fund Trump og Kim hélt bandaríski forsetinn því fram að Norður-Kórea hefði samþykkt að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi og hleypa eftirlitsaðilum inn í ríkið. Samkomulag leiðtoganna hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera verulega óljóst. Síðan þá hefur ríkisstjórn Norður-Kóreu dregið lappirnar verulega og jafnvel sagt Bandaríkin haga sér eins og „ribbaldar“ fyrir að fara fram á afvopnun landsins. Fregnir hafa borist af því að leyniþjónustur Bandaríkjanna telji Norður-Kóreu halda þróun kjarnorkuvopna áfram í leyni. Endurbætur hafi verið gerðar á mikilvægri rannsóknarstöð þar sem Úran er auðgað og slíkum stöðum hafi verið fjölgað. Þá sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á föstudaginn að yfirvöld Norður-Kóreu virtust reyna að komast fram hjá viðskiptaþvingunum og að nauðsynlegt væri að fylgja þeim eftir. Ekki mætti draga úr þrýstingi á einræðisríkið, fyrr en þeir hefðu látið öll sín kjarnorkuvopn af hendi og hleypt eftirlitsaðilum inn. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. Einræðisríkið virðist þar með vera að fylgja samkomulagi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem samþykkt var í Singapúr í síðasta mánuði. Donald Trump sagði þá að Kim hefði heitið því að losa sig við eldflaugatilraunabúnað án þess að taka fram hvar.Nýjar gervihnattarmyndir af Sohae í Norður-Kóreu gefa í skyn að verið sé að rífa mannvirki þar. Yfirvöld Norður-Kóreu segja gervihnöttum hafa verið skotið á loft þaðan en erlendir sérfræðingar segja Sohae vera skotstað fyrir eldflaugar. Greinendur 38 North, sem fylgjast grannt með málum í Norður-Kóreu, segja áðurnefndar myndir, frá 20. júní, segja mikilvæg mannvirki sem snúa að eldflaugaskotum og að þróun eldflauga hafa verið rifin. Það gefi til kynna að trú ríkisstjórnar Norður-Kóreu á eldflaugar sínar hafi aukist til muna.Eftir fund Trump og Kim hélt bandaríski forsetinn því fram að Norður-Kórea hefði samþykkt að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi og hleypa eftirlitsaðilum inn í ríkið. Samkomulag leiðtoganna hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera verulega óljóst. Síðan þá hefur ríkisstjórn Norður-Kóreu dregið lappirnar verulega og jafnvel sagt Bandaríkin haga sér eins og „ribbaldar“ fyrir að fara fram á afvopnun landsins. Fregnir hafa borist af því að leyniþjónustur Bandaríkjanna telji Norður-Kóreu halda þróun kjarnorkuvopna áfram í leyni. Endurbætur hafi verið gerðar á mikilvægri rannsóknarstöð þar sem Úran er auðgað og slíkum stöðum hafi verið fjölgað. Þá sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á föstudaginn að yfirvöld Norður-Kóreu virtust reyna að komast fram hjá viðskiptaþvingunum og að nauðsynlegt væri að fylgja þeim eftir. Ekki mætti draga úr þrýstingi á einræðisríkið, fyrr en þeir hefðu látið öll sín kjarnorkuvopn af hendi og hleypt eftirlitsaðilum inn.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira