Ófögnuður Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. júlí 2018 07:00 Fundir eru nánast undantekningalaust til mikillar óþurftar. Tímasóun sem virtist vera þeim kærust sem minnstan áhuga hafa á því að koma einhverju af viti í verk. Verstir eru þó fundirnir þegar saman kemur fólk ýmist með tóm höfuð, eða full af ógeðslegum hugsunum og áformum. Tveir ólíkir menn áttu slíkan fund í byrjun vikunnar og fyrirfram óttaðist fólk með viti meðal annars að þetta yrði eins og að viðvaningur stigi inn í hnefaleikaferhyrninginn á móti Muhammad Ali. Og vissulega kom Donald Trump ansi lemstraður frá stuttri og snarpri viðureign sinni við Vladimír Pútín. Ekki furða þar sem annar er vínbelgur sem er við það að springa af heimsku, hroka og skrumi en hinn útsmoginn, eldklár og viðsjárverður járnkall, hertur og mótaður hjá hinum forna erkifjanda James Bond, Bandaríkjanna og hins vestræna heims, KGB. Háskalegustu Leppalúðar Rússagrýlunnar komu úr dýpstu og dimmustu hellum Sovétríkjanna og þaðan var Pútín kominn til þess að tuska til sjálfumglaðan silfurskeiðung frá New York sem kann ekki einu sinni að hnýta bindishnút. Pútín gæti hæglega verið skúrkur í James Bond-mynd. Svo svakalegur að hann gæti hæglega stútað besta njósnara hennar hátignar á meðan Trump gæti í besta falli verið vondi kallinn í Austin Powers-mynd, enda ekki einu sinni fær um að ganga skammlaust við hlið drottningar. Skömmu eftir að þessi ófagnaðarfundur holdgervinga bíómyndaskúrka var haldinn í Finnlandi skunduðu gulu skósveinarnir úr Aulinn ég-myndunum á Þingvöll og hringsnerust þar um sjálfa sig í fullkomnu tilgangsleysi að fagna aldar fullveldi þjóðar sem var ekki einu sinni boðið á ballið. Aularnir, við erum þeir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Fundir eru nánast undantekningalaust til mikillar óþurftar. Tímasóun sem virtist vera þeim kærust sem minnstan áhuga hafa á því að koma einhverju af viti í verk. Verstir eru þó fundirnir þegar saman kemur fólk ýmist með tóm höfuð, eða full af ógeðslegum hugsunum og áformum. Tveir ólíkir menn áttu slíkan fund í byrjun vikunnar og fyrirfram óttaðist fólk með viti meðal annars að þetta yrði eins og að viðvaningur stigi inn í hnefaleikaferhyrninginn á móti Muhammad Ali. Og vissulega kom Donald Trump ansi lemstraður frá stuttri og snarpri viðureign sinni við Vladimír Pútín. Ekki furða þar sem annar er vínbelgur sem er við það að springa af heimsku, hroka og skrumi en hinn útsmoginn, eldklár og viðsjárverður járnkall, hertur og mótaður hjá hinum forna erkifjanda James Bond, Bandaríkjanna og hins vestræna heims, KGB. Háskalegustu Leppalúðar Rússagrýlunnar komu úr dýpstu og dimmustu hellum Sovétríkjanna og þaðan var Pútín kominn til þess að tuska til sjálfumglaðan silfurskeiðung frá New York sem kann ekki einu sinni að hnýta bindishnút. Pútín gæti hæglega verið skúrkur í James Bond-mynd. Svo svakalegur að hann gæti hæglega stútað besta njósnara hennar hátignar á meðan Trump gæti í besta falli verið vondi kallinn í Austin Powers-mynd, enda ekki einu sinni fær um að ganga skammlaust við hlið drottningar. Skömmu eftir að þessi ófagnaðarfundur holdgervinga bíómyndaskúrka var haldinn í Finnlandi skunduðu gulu skósveinarnir úr Aulinn ég-myndunum á Þingvöll og hringsnerust þar um sjálfa sig í fullkomnu tilgangsleysi að fagna aldar fullveldi þjóðar sem var ekki einu sinni boðið á ballið. Aularnir, við erum þeir.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar