Í beinni: Íslendingar keppa á heimsleikunum í CrossFit - dagur 2 Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 15:30 Oddrún Eik, Annie Mist, Katrín Tanja, Ragnheiður Sara og Björgvin Karl taka þátt í leikunum. Vísir/samsett Nú er komið að degi tvö eftir frídag á fimmtudag og keppendur á heimsleikunum í CrossFit byrja þennan föstudag, fyrir Verslunarmannahelgi, á því að keppa í grein sem nefnist Vígvöllurinn. Tólftu heimsleikarnir í crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 1. til 6. ágúst. Vísir mun fylgjast með leikunum og áframvarpa beinum útsendingum frá CrossFit-samtökunum. Fimm Íslendingar keppa í fullorðinsflokki á leikunum í ár og þrír í unglingaflokki. Það er ekki slæmt fyrir litla Ísland að eiga alls átta fulltrúa meðal besta crossfit-fólks í heimi. Björgvin Karl Guðmundsson er eini keppendanni í karlaflokki en þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir keppa allar í kvennaflokki. Frederick Aegidius, kærasti Anníe Mistar, er einnig með. Brynjar Ari Magnússon keppir í flokki stráka 14 til 15 ára, Birta Líf Þórarinsdóttir keppir í flokki stelpna 14 til 15 ára og Katla Björk Ketilsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í Crossfit, keppir síðan í flokki stelpna 16 til 17 ára. Fyrsti keppnnisdagurinn var á miðvikudaginn og þá fóru fara fram fjórar greinar. Þetta hefur verið kallaður erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikna í crossfit og í dag kemur í ljós hvernig okkar fólk og allir hinir koma undan honum. Allir sem keppa í fullorðinsflokki fengu frídag í gær til að jafna sig eftir þennan rosalega miðvikudag en núna er aftur komið að krefjandi degi.Dagskráin á degi 2 á heimsleikunum 2018: 5. grein - The Battleground - Vígvöllurinn 6. grein - Fibonacci æfingabraut Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgist með nýjustu vendingum á leikunum.
Nú er komið að degi tvö eftir frídag á fimmtudag og keppendur á heimsleikunum í CrossFit byrja þennan föstudag, fyrir Verslunarmannahelgi, á því að keppa í grein sem nefnist Vígvöllurinn. Tólftu heimsleikarnir í crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 1. til 6. ágúst. Vísir mun fylgjast með leikunum og áframvarpa beinum útsendingum frá CrossFit-samtökunum. Fimm Íslendingar keppa í fullorðinsflokki á leikunum í ár og þrír í unglingaflokki. Það er ekki slæmt fyrir litla Ísland að eiga alls átta fulltrúa meðal besta crossfit-fólks í heimi. Björgvin Karl Guðmundsson er eini keppendanni í karlaflokki en þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir keppa allar í kvennaflokki. Frederick Aegidius, kærasti Anníe Mistar, er einnig með. Brynjar Ari Magnússon keppir í flokki stráka 14 til 15 ára, Birta Líf Þórarinsdóttir keppir í flokki stelpna 14 til 15 ára og Katla Björk Ketilsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í Crossfit, keppir síðan í flokki stelpna 16 til 17 ára. Fyrsti keppnnisdagurinn var á miðvikudaginn og þá fóru fara fram fjórar greinar. Þetta hefur verið kallaður erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikna í crossfit og í dag kemur í ljós hvernig okkar fólk og allir hinir koma undan honum. Allir sem keppa í fullorðinsflokki fengu frídag í gær til að jafna sig eftir þennan rosalega miðvikudag en núna er aftur komið að krefjandi degi.Dagskráin á degi 2 á heimsleikunum 2018: 5. grein - The Battleground - Vígvöllurinn 6. grein - Fibonacci æfingabraut Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgist með nýjustu vendingum á leikunum.
CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira