Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 09:00 Viðbrögðin hjá Anníe Mist Þórisdóttur. Mynd/Twitter/@CrossFitGames Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29
Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30
Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð