Stórfótarerótík og hvít þjóðernishyggja hrista upp í kosningaslagnum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 21:12 Ritskoðuð útgáfa af einni teikninganna sem frambjóðandi repúblikana birti af Stórfóti á Instagram-síðu sinni. Skjáskot/Twitter Erótískar teikningar af goðsagnarverunni Stórfóti eru skyndilegar orðnar miðpunktur kosningabaráttu til Bandaríkjaþings í kjördæmi einu í Virginíuríki. Samneyti frambjóðanda sem birti teikningarnar við hvíta þjóðernissinna hefur einnig vakið athygli á kosningaslagnum þar. Fimmta kjördæmi Virginíu til Bandaríkjaþings hefur verið nokkuð öruggt vígi Repúblikanaflokksins undanfarin ár. Staða frambjóðanda flokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember er nú óvenjuveik eftir furðulega atburðarás þar sem Stórfótarerótík kemur við sögu. Denver Riggleman er fyrrverandi leyniþjónustumaður bandaríska flughersins og brugghúseigandi. Hann var valinn frambjóðandi flokksins til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu fyrr á þessu ári. Hann er jafnframt meðhöfundur bókar um Stórfót, goðsagnarkenndrar veru sem líkist mannapa, sem kom út árið 2006, samkvæmt umfjöllun vefsíðunnar Vox. Áhugi Riggleman á Stórfóti virðist þó hafa verið meiri en fræðilegur. Leslie Cockburn, frambjóðandi Demókrataflokksins, birti í gær myndir sem Riggleman hafði birt á samfélagsmiðlum sem sýna Stórfótinn í nýju og erótísku ljósi.My opponent Denver Riggleman, running mate of Corey Stewart, was caught on camera campaigning with a white supremacist. Now he has been exposed as a devotee of Bigfoot erotica. This is not what we need on Capitol Hill. pic.twitter.com/0eBvxFd6sG— Leslie Cockburn (@LeslieCockburn) July 29, 2018 Sjálfur segir Riggleman að myndirnar hafi verið grín sem félagar hans úr hernum stóðu fyrir. Þær hafi ekkert með erótík að gera. Hann hefur síðan læst gömlum samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grínið“ virðist hafa átt að tengjast bók með titilinn „Mökunarvenjur Stórfótar og hvers vegna konur þrá hann“. Meintur áhugi Riggleman á kynfærum og ástarlífi Stórfótar gæti þó til lengri tíma litið fallið í skuggann af ásökunum um tengsl hans við hvíta þjóðernissinna. Corey Stewart, frambjóðandi flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur markað sér stöðu í kosningabaráttunni sem stoltur suðurríkjamaður. Riggleman hefur ekki viljað taka af skarið um hvort að hann ætli að heyja baráttuna við hlið Stewart en hann hefur borið af sér tengsl við hvíta þjóðernishyggju. Fordæmdi hann meðal annars mótmæli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Ku Klux Klan-liða sem haldin voru í borginni Charlottsville í Virginíu í fyrra sem enduðu með því að öfgamaður ók á unga konu með þeim afleiðingum að hún lést. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Erótískar teikningar af goðsagnarverunni Stórfóti eru skyndilegar orðnar miðpunktur kosningabaráttu til Bandaríkjaþings í kjördæmi einu í Virginíuríki. Samneyti frambjóðanda sem birti teikningarnar við hvíta þjóðernissinna hefur einnig vakið athygli á kosningaslagnum þar. Fimmta kjördæmi Virginíu til Bandaríkjaþings hefur verið nokkuð öruggt vígi Repúblikanaflokksins undanfarin ár. Staða frambjóðanda flokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember er nú óvenjuveik eftir furðulega atburðarás þar sem Stórfótarerótík kemur við sögu. Denver Riggleman er fyrrverandi leyniþjónustumaður bandaríska flughersins og brugghúseigandi. Hann var valinn frambjóðandi flokksins til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu fyrr á þessu ári. Hann er jafnframt meðhöfundur bókar um Stórfót, goðsagnarkenndrar veru sem líkist mannapa, sem kom út árið 2006, samkvæmt umfjöllun vefsíðunnar Vox. Áhugi Riggleman á Stórfóti virðist þó hafa verið meiri en fræðilegur. Leslie Cockburn, frambjóðandi Demókrataflokksins, birti í gær myndir sem Riggleman hafði birt á samfélagsmiðlum sem sýna Stórfótinn í nýju og erótísku ljósi.My opponent Denver Riggleman, running mate of Corey Stewart, was caught on camera campaigning with a white supremacist. Now he has been exposed as a devotee of Bigfoot erotica. This is not what we need on Capitol Hill. pic.twitter.com/0eBvxFd6sG— Leslie Cockburn (@LeslieCockburn) July 29, 2018 Sjálfur segir Riggleman að myndirnar hafi verið grín sem félagar hans úr hernum stóðu fyrir. Þær hafi ekkert með erótík að gera. Hann hefur síðan læst gömlum samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grínið“ virðist hafa átt að tengjast bók með titilinn „Mökunarvenjur Stórfótar og hvers vegna konur þrá hann“. Meintur áhugi Riggleman á kynfærum og ástarlífi Stórfótar gæti þó til lengri tíma litið fallið í skuggann af ásökunum um tengsl hans við hvíta þjóðernissinna. Corey Stewart, frambjóðandi flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur markað sér stöðu í kosningabaráttunni sem stoltur suðurríkjamaður. Riggleman hefur ekki viljað taka af skarið um hvort að hann ætli að heyja baráttuna við hlið Stewart en hann hefur borið af sér tengsl við hvíta þjóðernishyggju. Fordæmdi hann meðal annars mótmæli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Ku Klux Klan-liða sem haldin voru í borginni Charlottsville í Virginíu í fyrra sem enduðu með því að öfgamaður ók á unga konu með þeim afleiðingum að hún lést.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira