Enn lítið um svör varðandi hvarf MH370 Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2018 11:46 Fjögurra ára leit að flugvélinni var hætt fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Rannsakendur gáfu í morgun út nýja skýrslu um malasísku flugvélina MH370 sem hvarf á leið frá Kulala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 með 239 manns um borð. Lítið er um svör í skýrslunni og segja rannsakendur að lítið verði um svör án þess að flak vélarinnar finnist. Það eina sem fram kemur er að líklegast hafi einhver vísvitandi beygt úr leið en það liggi ekki fyrir hver það gæti hafa verið.Fjögurra ára leit að flugvélinni var hætt fyrr á þessu ári. Nokkrir muni hafa rekið á land í vestanverðu Indlandshafi en annars hefur ekkert fundist. Það eina sem vitað er, er að beygt var af leið og flugvélinni var flogið í rúmar sex klukkustundir yfir Indlandshaf. Slökkt hafði verið á sendum vélarinnar og bárust engin skilaboð frá henni. Þó voru langlífar samsæriskenningar kveðnar niður í skýrslunni. Meðal annars segir að engar upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem bendi til þess að flugstjórinn eða flugmaðurinn hafi grandað flugvélinni vísvitandi og sömuleiðis sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað hafi verið að flugvélinni sjálfri. Þá er flugumferðarstjórn á svæðinu gagnrýnd harðlega en flugvélin hafði verið týnd í um tuttugu mínútur þegar það uppgötvaðist. Ættingjar þeirra sem fórust með MH370 og sóttu blaðamannafundinn þar sem skýrslan var kynnt í morgun, voru ekki ánægðir með niðurstöðurnar. AFP fréttaveitan segir fólk hafa verið reitt og einhverjir hafi gengið á dyr. Þeir hafi kvartað yfir því að ekkert nýtt komi fram í skýrslunni og hún veiti engin svör um örlögg ættingja þeirra.Samgönguráðherra Malasíu sagði að enn yrði leitað svara vegna hvarfs MH370. Vonast væri til þess að svör myndu finnast á endanum. Flugvélahvarf MH370 Malasía Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Rannsakendur gáfu í morgun út nýja skýrslu um malasísku flugvélina MH370 sem hvarf á leið frá Kulala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 með 239 manns um borð. Lítið er um svör í skýrslunni og segja rannsakendur að lítið verði um svör án þess að flak vélarinnar finnist. Það eina sem fram kemur er að líklegast hafi einhver vísvitandi beygt úr leið en það liggi ekki fyrir hver það gæti hafa verið.Fjögurra ára leit að flugvélinni var hætt fyrr á þessu ári. Nokkrir muni hafa rekið á land í vestanverðu Indlandshafi en annars hefur ekkert fundist. Það eina sem vitað er, er að beygt var af leið og flugvélinni var flogið í rúmar sex klukkustundir yfir Indlandshaf. Slökkt hafði verið á sendum vélarinnar og bárust engin skilaboð frá henni. Þó voru langlífar samsæriskenningar kveðnar niður í skýrslunni. Meðal annars segir að engar upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem bendi til þess að flugstjórinn eða flugmaðurinn hafi grandað flugvélinni vísvitandi og sömuleiðis sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað hafi verið að flugvélinni sjálfri. Þá er flugumferðarstjórn á svæðinu gagnrýnd harðlega en flugvélin hafði verið týnd í um tuttugu mínútur þegar það uppgötvaðist. Ættingjar þeirra sem fórust með MH370 og sóttu blaðamannafundinn þar sem skýrslan var kynnt í morgun, voru ekki ánægðir með niðurstöðurnar. AFP fréttaveitan segir fólk hafa verið reitt og einhverjir hafi gengið á dyr. Þeir hafi kvartað yfir því að ekkert nýtt komi fram í skýrslunni og hún veiti engin svör um örlögg ættingja þeirra.Samgönguráðherra Malasíu sagði að enn yrði leitað svara vegna hvarfs MH370. Vonast væri til þess að svör myndu finnast á endanum.
Flugvélahvarf MH370 Malasía Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira