Trampólíngarður óskar eftir vínveitingaleyfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2018 20:26 Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira