Dásamlegt að hjóla um Ísland þrátt fyrir holótta vegi, rútur í vegkanti og kanadíska flatlendið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 09:00 Jacob Stasso og Cole Truant, kanadískir námsmenn á nítjánda ári, í rigningunni fyrir utan þjónustuðmiðstöðina við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Það var úrhellisrigning þegar blaðamaður rakst á Cole Truant og Jacob Stasso, átján ára hjólagarpa frá Ontario í Kanada, í þann mund sem þeir sveigðu inn á bílastæði þjónustumiðstöðvarinnar við Gullfoss. Þeir voru blautir og kaldir þennan tiltekna dag í júlí, nýlagðir af stað í vikulanga hjólaferð um Ísland, en skælbrosandi og ólmir í að segja ferðasöguna. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Cole þegar strákarnir voru inntir eftir því hvernig ferðin hefði gengið. „Landslagið er góð tilbreyting,“ bætti Jacob við en þeir voru jafnframt sammála um að töluvert auðveldara væri að hjóla í heimabyggðinni, borginni Windsor í Ontario, en á Íslandi. „Það er algjörlega flatt heima. Það eru í alvörunni engar brekkur, ekki ein,“ sagði Cole.Allir helstu staðirnir á dagskrá Strákarnir höfðu aðeins verið á ferðinni í rúman sólarhring þegar blaðamaður leitaði með þeim skjóls undan rigningunni í þjónustumiðstöðinni. Ferðin hófst í Reykjanesbæ daginn áður þar sem þeir tóku hjól á leigu og ferjuðu þau svo til höfuðborgarinnar með rútu. Þaðan héldu þeir á Flúðir og söfnuðu kröftum fyrir ferðalagið. „Við gistum á Flúðum í nótt, slökuðum á og fengum okkur að borða vegna þess að við vissum að ferðin yrði erfið,“ útskýrði Cole. Þá hugðust strákarnir koma við á öllum helstu áfangastöðum á Suðurlandi: á dagskrá voru meðal annars Geysir, Laugarvatn og Þingvellir.Holur í mölinni og rútur í vegkanti Aðspurðir sögðu Cole og Jacob aðstæður í upphafi ferðarinnar hafa verið ágætar, þó að orðið „óútreiknanlegt“ fangi ástand veðurs og vega á Íslandi ágætlega. „Það voru risastórar holur í mölinni. Holurnar voru mjög slæmar, maður er mjög hræddur um að það springi dekk þegar maður fer yfir þær,“ sagði Cole. Þá glímdu strákarnir við vandamál sem ferðalangar á Íslandi kannast eflaust margir við. „Það voru margar rútur stopp í vegkanti á leiðinni og ekki mikið pláss á vegunum, þeir eru ansi þröngir. Það gerir okkur svolítið stressaða.“Cole og Jacob hugðust stoppa við helstu ferðamannastaði á ferð sinni um Suðurland, þar á meðal Gullfoss.Vísir/VilhelmHugmyndin kviknaði í landafræðitíma í níunda bekk Bæði Jacob og Cole viðurkenndu að hvorugur þeirra væri sérstaklega „ákafur“ hjólreiðamaður, þó að þeir nytu þess báðir að hjóla. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að rífa sig frá flatlendinu í Ontario og skella sér á holótt malbikið á Íslandi – og hjóla þar stanslaust í viku? Strákarnir sögðu hugmyndina hafa kviknað í landafræðitíma í níunda bekk. „Upphaflega ætlaði ég að fara einn,“ sagði Cole. „Við gerðum landafræðiverkefni um Ísland í níunda bekk og mér fannst landið stórkostlegt, bara út frá myndunum. Þremur árum síðar horfðum við svo á umfjöllun um mann sem hjólaði þvert yfir Kanada og ég skeytti þessum hugmyndum saman. Ég hugsaði með mér að það yrði æðisleg ferð, að hjóla um Ísland.“ Tveimur mánuðum áður en Cole hélt í ferðina ákvað Jacob svo að uppfylla langþráðan draum og slást í för með honum. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland og ég greip tækifærið,“ sagði Jacob. Blaðamaður skildi við Cole og Jacob þar sem þeir stóðu í biðröð eftir kærkomnum kaffibolla. Ferðin var rétt að byrja og ýmislegt spennandi framundan, þó að strákarnir væru raunar strax farnir að renna hýru auga til þess sem á dagskrá var síðasta daginn: dýfu í Bláa lónið til að hvíla lúna fætur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Það var úrhellisrigning þegar blaðamaður rakst á Cole Truant og Jacob Stasso, átján ára hjólagarpa frá Ontario í Kanada, í þann mund sem þeir sveigðu inn á bílastæði þjónustumiðstöðvarinnar við Gullfoss. Þeir voru blautir og kaldir þennan tiltekna dag í júlí, nýlagðir af stað í vikulanga hjólaferð um Ísland, en skælbrosandi og ólmir í að segja ferðasöguna. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Cole þegar strákarnir voru inntir eftir því hvernig ferðin hefði gengið. „Landslagið er góð tilbreyting,“ bætti Jacob við en þeir voru jafnframt sammála um að töluvert auðveldara væri að hjóla í heimabyggðinni, borginni Windsor í Ontario, en á Íslandi. „Það er algjörlega flatt heima. Það eru í alvörunni engar brekkur, ekki ein,“ sagði Cole.Allir helstu staðirnir á dagskrá Strákarnir höfðu aðeins verið á ferðinni í rúman sólarhring þegar blaðamaður leitaði með þeim skjóls undan rigningunni í þjónustumiðstöðinni. Ferðin hófst í Reykjanesbæ daginn áður þar sem þeir tóku hjól á leigu og ferjuðu þau svo til höfuðborgarinnar með rútu. Þaðan héldu þeir á Flúðir og söfnuðu kröftum fyrir ferðalagið. „Við gistum á Flúðum í nótt, slökuðum á og fengum okkur að borða vegna þess að við vissum að ferðin yrði erfið,“ útskýrði Cole. Þá hugðust strákarnir koma við á öllum helstu áfangastöðum á Suðurlandi: á dagskrá voru meðal annars Geysir, Laugarvatn og Þingvellir.Holur í mölinni og rútur í vegkanti Aðspurðir sögðu Cole og Jacob aðstæður í upphafi ferðarinnar hafa verið ágætar, þó að orðið „óútreiknanlegt“ fangi ástand veðurs og vega á Íslandi ágætlega. „Það voru risastórar holur í mölinni. Holurnar voru mjög slæmar, maður er mjög hræddur um að það springi dekk þegar maður fer yfir þær,“ sagði Cole. Þá glímdu strákarnir við vandamál sem ferðalangar á Íslandi kannast eflaust margir við. „Það voru margar rútur stopp í vegkanti á leiðinni og ekki mikið pláss á vegunum, þeir eru ansi þröngir. Það gerir okkur svolítið stressaða.“Cole og Jacob hugðust stoppa við helstu ferðamannastaði á ferð sinni um Suðurland, þar á meðal Gullfoss.Vísir/VilhelmHugmyndin kviknaði í landafræðitíma í níunda bekk Bæði Jacob og Cole viðurkenndu að hvorugur þeirra væri sérstaklega „ákafur“ hjólreiðamaður, þó að þeir nytu þess báðir að hjóla. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að rífa sig frá flatlendinu í Ontario og skella sér á holótt malbikið á Íslandi – og hjóla þar stanslaust í viku? Strákarnir sögðu hugmyndina hafa kviknað í landafræðitíma í níunda bekk. „Upphaflega ætlaði ég að fara einn,“ sagði Cole. „Við gerðum landafræðiverkefni um Ísland í níunda bekk og mér fannst landið stórkostlegt, bara út frá myndunum. Þremur árum síðar horfðum við svo á umfjöllun um mann sem hjólaði þvert yfir Kanada og ég skeytti þessum hugmyndum saman. Ég hugsaði með mér að það yrði æðisleg ferð, að hjóla um Ísland.“ Tveimur mánuðum áður en Cole hélt í ferðina ákvað Jacob svo að uppfylla langþráðan draum og slást í för með honum. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland og ég greip tækifærið,“ sagði Jacob. Blaðamaður skildi við Cole og Jacob þar sem þeir stóðu í biðröð eftir kærkomnum kaffibolla. Ferðin var rétt að byrja og ýmislegt spennandi framundan, þó að strákarnir væru raunar strax farnir að renna hýru auga til þess sem á dagskrá var síðasta daginn: dýfu í Bláa lónið til að hvíla lúna fætur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira