Mikilvægi gleðigöngunnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Hinsegin Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun