Beittu mótmælendur táragasi og slökktu á internetinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 21:00 Nokkrir mótmælendur særðust í aðgerðum lögreglu í Dhaka, höfuðborg Bangladess, í dag. Vísir/Getty Þúsundir ungmenna héldu í dag út á götur Dhaka, höfuðborg Bangladess, og hófu að trufla og stöðva umferð í mótmælaskyni, áttunda daginn í röð. Ástæða mótmælanna eru dauðsföll tveggja táninga, drengs og stúlku sem létust þegar rúta ók á þau á ógnarhraða. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukins öryggis í umferðinni og mótmæla meintu skeytingar- og aðgerðarleysi stjórnvalda. Mótmælin hafa meðal annars falist í því að krefja ökumenn í Dhaka um skráningar- og ökuskírteini, en þetta hefur valdið töluverðum töfum á umferð í borginni.Beittu táragasi og lokuðu fyrir internetiðLögreglan á svæðinu beitti táragasi á hóp sem hélt til á gatnamótum í miðborg Dhaka. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en allt í einu skaut lögreglan dósum fullum af táragasi í átt að okkur, og særði þónokkra,“ hefur Al Jazeera eftir einum mótmælanda, Mohammad Atikur Rahman. Nokkrir fréttamenn sem reyndu að ná myndefni af vettvangi voru barðir og búnaður þeirra eyðilagður, en talið er að þar hafi verið á ferðinni meðlimir stjórnarflokksins í Bangladess, Awami League. Auk þess að nota táragas, brugðu yfirvöld á það ráð að skipa fjarskiptafyrirtækjum landsins að slökkva í sólarhring á 3G og 4G internetþjónustu sinni. Talið er að þetta hafi verið tilraun stjórnvalda til að hægja á upplýsingaflæði milli mótmælenda og koma í veg fyrir að fréttir af mótaðgerðum lögreglu breiddust út.Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til þess að halda mótmælendum í skefjum.Vísir/GettyBiðlaði til mótmælendaSheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, biðlaði í dag til mótmælenda um að snúa til síns heima eftir að lögreglan hafði beitt táragasi á stóran hóp mótmælenda. „Ég bið alla foreldra og forráðamenn um að halda börnunum sínum heima. Þau hafa gert nóg. Lögreglulið okkar hefur nú hafið aðgerðir ná stjórn á götum úti.“ Yfirlýsing forsætisráðherrans kemur degi eftir að lögregla neitaði ásökunum um að hafa beitt táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur annarsstaðar í borginni fyrr í vikunni. Bangladess Tengdar fréttir Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Þúsundir ungmenna héldu í dag út á götur Dhaka, höfuðborg Bangladess, og hófu að trufla og stöðva umferð í mótmælaskyni, áttunda daginn í röð. Ástæða mótmælanna eru dauðsföll tveggja táninga, drengs og stúlku sem létust þegar rúta ók á þau á ógnarhraða. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukins öryggis í umferðinni og mótmæla meintu skeytingar- og aðgerðarleysi stjórnvalda. Mótmælin hafa meðal annars falist í því að krefja ökumenn í Dhaka um skráningar- og ökuskírteini, en þetta hefur valdið töluverðum töfum á umferð í borginni.Beittu táragasi og lokuðu fyrir internetiðLögreglan á svæðinu beitti táragasi á hóp sem hélt til á gatnamótum í miðborg Dhaka. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en allt í einu skaut lögreglan dósum fullum af táragasi í átt að okkur, og særði þónokkra,“ hefur Al Jazeera eftir einum mótmælanda, Mohammad Atikur Rahman. Nokkrir fréttamenn sem reyndu að ná myndefni af vettvangi voru barðir og búnaður þeirra eyðilagður, en talið er að þar hafi verið á ferðinni meðlimir stjórnarflokksins í Bangladess, Awami League. Auk þess að nota táragas, brugðu yfirvöld á það ráð að skipa fjarskiptafyrirtækjum landsins að slökkva í sólarhring á 3G og 4G internetþjónustu sinni. Talið er að þetta hafi verið tilraun stjórnvalda til að hægja á upplýsingaflæði milli mótmælenda og koma í veg fyrir að fréttir af mótaðgerðum lögreglu breiddust út.Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til þess að halda mótmælendum í skefjum.Vísir/GettyBiðlaði til mótmælendaSheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, biðlaði í dag til mótmælenda um að snúa til síns heima eftir að lögreglan hafði beitt táragasi á stóran hóp mótmælenda. „Ég bið alla foreldra og forráðamenn um að halda börnunum sínum heima. Þau hafa gert nóg. Lögreglulið okkar hefur nú hafið aðgerðir ná stjórn á götum úti.“ Yfirlýsing forsætisráðherrans kemur degi eftir að lögregla neitaði ásökunum um að hafa beitt táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur annarsstaðar í borginni fyrr í vikunni.
Bangladess Tengdar fréttir Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent