Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 17:00 Dillashaw fagnar í fyrri bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira